18. nóvember 2024
Dagana 16.-24. nóvember stendur Evrópska nýtnivikan yfir en markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.
Þema ársins í ár er matarsóun undir slagorðinu Það er óbragð af matarsóun! Sérstök áhersla er lögð á nýtingu afganga og eru bæði fyrirtæki og almenningur hvött til þess að leggja sitt af mörkum til að sporna gegn matarsóun með því að gefa afgöngunum gaum.
Matarsóun á Íslandi jafngildir um 160 kílóum á hvern íbúa á ári. Tæpur helmingur allrar matarsóunar á sér stað í frumframleiðslu matvæla en um 40% á heimilum. Lágmörkun matarsóunar er loftslagsmál, efnahagsmál og mikilvægur þáttur í innleiðingu hringrásarhagkerfisins.
Sem matvöruverslun hefur Krónan haft minnkun matarsóunar í brennidepli en það er stór hluti af okkar samfélagslegu ábyrgð. Við spornum gegn matarsóun í allri aðfangakeðjunni – allt frá innkaupum og vörustýringu til sölu á matvöru sem er að renna út á tíma. Við hendum aldrei mat sem enn er neysluhæfur og flokkum í lífrænar tunnur þegar matvaran er ónýt.
Við höfum kortlagt ferlið til að skilja betur hvar mesta matarsóunin á sér stað og hvaða aðgerðir við getum gert til að draga úr þeim. Vikulega mælum við og greinum matarsóun okkar reglulega, rýnum í afhverju matvæli eru að fara á síðasta séns og hvernig við getum spornað gegn því.
Vikan er tilvalin í að taka meðvitaðar ákvarðanir í innkaupum, og nýta það sem til er. Við mælum innilega með því að kaupa á síðasta séns í Krónunni, þar finnur þú matvæli sem hafa verið lækkaðar í verði og ennþá góðar til að neyta - í þokkabót fæst stig í Heillakörfunni fyrir slíkar vörur!
Skrifaðu innkaupalista. Farðu yfir það sem er til nú þegar í ísskápnum, og bættu við til að skapað úr þeim máltíðir. Gott er að áætla þrjár til fjórar kvöldmáltíðir á viku en nýta svo afganga aðra daga. Hægt er að nýta sér innkaupalistann í Krónuappinu.
Áttu mikið af hálfskornu grænmeti eða brauðafgöngum sem þú veist ekki hvað þú átt að gera við? Hér eru nokkrar uppskriftir sem hægt er að aðlaga að því sem til er í ísskápnum hverju sinni:
Blómkálssúpa með stökkum brauðteningum
Eldunartími
40 mín.
Undirbúa
20 mín.
Samtals:
60 mín.
Ítölsk grænmetissúpa
Eldunartími
50 mín.
Undirbúa
10 mín.
Samtals:
60 mín.
Eftirréttaspjót með ávöxtum, súkkulaði og hnetum
Eldunartími
10 mín.
Undirbúa
10 mín.
Samtals:
20 mín.
Grænmetisspjót
Eldunartími
20 mín.
Undirbúa
15 mín.
Samtals:
35 mín.
Franskur lauk- og beikonbrauðréttur
Eldunartími
75 mín.
Undirbúa
15 mín.
Samtals:
90 mín.
Grænmetissúpa með túrmeriki
Eldunartími
45 mín.
Undirbúa
20 mín.
Samtals:
65 mín.
17. janúar 2025
Áttunda árið í röð eru viðskiptavinir Krónunnar þeir ánægðustu á matvörumarkaði, samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar.
8. janúar 2025
Hollusta og sjálfbærni eiga við um Krónuna allt árið. Við viljum auðvelda Krónuvinum okkar að byrja árið rétt, með réttu vöruúrvali á góðu verði.
3. janúar 2025
Á liðnu ári birtist Heillakarfan í Krónuappinu þínu og nú getur þú séð yfirlit yfir árið þitt í Heillakörfunni.
30. desember 2024
500 fjölskyldur hlutu matarúthlutun úr Jólastyrk Krónunnar.