3. apríl 2025
Verið velkomin á Frískleikana í Krónunni Granda um helgina!
Í tilefni af HönnunarMars höfum við opnað sýninguna Fruitful Futures ii í Krónunni Granda. Meðal ávaxta og osta má finna fjölbreytt verkefni á borð við Frískleikana - ferðalag fyrir börn, ætar umbúðir og stefnumót við matarsálfræðing. Sýningin samanstendur af tveimur samstarfsverkefnum Krónunnar, hið fyrra með Listaháskóla Íslands og hið seinna með Studio Pluto.
Um verkin:
Nemendur í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands veltu fyrir sér framtíð matvöruverslana og skoðuðu á gagnrýninn hátt hvernig stafrænar tækninýjungar gætu umbreytt innkaupaferlinu á næstu öld. Síðar í ferlinu einblíndu nemendur á getgátuhönnun og framtíðina og skoðuðu meðal annars hvernig hægt er að stýra hegðun neytenda í átt að sjálfbærni eða upplýstara vali.
Krónan og Studio Pluto kynna Frískleikana, fræðandi ævintýri fyrir börn í ávaxta- og grænmetisdeild Krónunnar. Með þessu samstarfi hvetjum við fjölskyldur til að verja meiri tíma í þessum litríka hluta verslunarinnar og stuðla að aukinni neyslu á ferskri og hollri fæðu.
Staðsetning:
Krónan Grandi
Opnunartími sýningar:
5.-6. apríl frá kl. 9-21.
Öll velkomin í opnunarteiti 4. apríl kl. 21-22. Léttar veitingar og tónlist!
27. ágúst 2025
Krónan hefur tekið höndum saman við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Pikkoló um afhendingu netpantana í kældum afhendingarstöðvum Pikkoló á höfuðborgarsvæðinu.
26. ágúst 2025
Um helgina opnuðum við nýja og glæsilega Krónuverslun á Fitjabraut 5.
26. ágúst 2025
Næstu helgar er hægt að finna fjölbreytt úrval af fersku, ópökkuðu, íslensku grænmeti á Bændamarkaði.
20. ágúst 2025
Rúmlega 1.100 manns á öllum aldri tóku þátt í Drulluhlaupi Krónunnar í Mosfellsbæ á laugardag.