8. ágúst 2024
Loks er komið að einni lítríkustu menningar-, mannréttinda- og margbreytileikahátíð landsins, Hinsegin dögum í Reykjavík en Krónan er einn af stærstu styrktaraðilum hátíðarinnar. Hinsegin dagar eru hátíð alls hinsegin fólks, og verður stútfull dagskrá alla vikuna.
Að venju höldum við upp á hátíðina í verslunum okkar, með framstillingu í öllum litum regnbogans, tileinkum spilunarlista verslana hinsegin tónlistarfólki og bjóðum upp á vöruúrval þar sem ágóði rennur til hinsegin samtaka.
Krónan á Hallveigarstíg fær sérstaklega litríka yfirhalningu og hlökkum við til að taka á móti ykkur þar í góðri stemningu. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að halda upp á hátíðina og fagna fjölbreytileikanum með samveru, góðum mat, gleði og góðmennsku. Gleðilega hátíð!
4. apríl 2025
Hið vinsæla og margverðlaunaða hárvörumerki Monday Haircare er nú loksins fáanlegt á Íslandi en Krónan er að hefja sölu á merkinu.
3. apríl 2025
Í tilefni af HönnunarMars höfum við opnað sýninguna Fruitful Futures ii í Krónunni Granda.
1. apríl 2025
Bílalúga bætist við þær þjónustulausnir sem Krónan býður upp á því í dag opnar formlega Krónulúgan við verslun Krónunnar í Garðabæ.
26. mars 2025
Við höfum opnað á pantanir fyrir heimsendingar í Snjallverslun Krónunnar á Akranesi!