8. ágúst 2024
Við óskum viðskiptavinum okkar hamingjuríkra Hinsegin daga!
Loks er komið að einni lítríkustu menningar-, mannréttinda- og margbreytileikahátíð landsins, Hinsegin dögum í Reykjavík en Krónan er einn af stærstu styrktaraðilum hátíðarinnar. Hinsegin dagar eru hátíð alls hinsegin fólks, og verður stútfull dagskrá alla vikuna.
Að venju höldum við upp á hátíðina í verslunum okkar, með framstillingu í öllum litum regnbogans, tileinkum spilunarlista verslana hinsegin tónlistarfólki og bjóðum upp á vöruúrval þar sem ágóði rennur til hinsegin samtaka.
Krónan á Hallveigarstíg fær sérstaklega litríka yfirhalningu og hlökkum við til að taka á móti ykkur þar í góðri stemningu. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að halda upp á hátíðina og fagna fjölbreytileikanum með samveru, góðum mat, gleði og góðmennsku. Gleðilega hátíð!

26. ágúst 2025
Um helgina opnuðum við nýja og glæsilega Krónuverslun á Fitjabraut 5.
26. ágúst 2025
Næstu helgar er hægt að finna fjölbreytt úrval af fersku, ópökkuðu, íslensku grænmeti á Bændamarkaði.
20. ágúst 2025
Rúmlega 1.100 manns á öllum aldri tóku þátt í Drulluhlaupi Krónunnar í Mosfellsbæ á laugardag.