8. ágúst 2025
Hamingjuríka Hinsegin daga!
Þessa dagana stendur yfir ein litríkasta menningar-, mannréttinda- og margbreytileikahátíð landsins, Hinsegin dagar í Reykjavík. Hinsegin dagar eru hátíð alls hinsegin fólks, og verður stútfull dagskrá alla vikuna. Eins og síðustu ár er Krónan stoltur styrktaraðili hátíðarinnar.
Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Samstaða skapar samfélag. Vegið hefur verið að grundvallarréttindum hinsegin fólks um allan heim, en hátíðin í ár minnir okkur sérstaklega á mikilvægi þess að standa saman.
Að venju höldum við upp á hátíðina í verslunum okkar, með framstillingu í öllum litum regnbogans. Í Krónunni er einnig að finna regnabogaarmbönd til sölu en allur ágóði rennur beint til Hinsegin daga í Reykjavík.
Við hlökkum til að sjá ykkur í Gleðigöngunni, hápunkti hátíðarinnar á laugardaginn, en Krónuhjólið verður á sínum stað í Hljómskálagarðinum á laugardeginum að gefa ávexti til gesta og gangandi.
9. október 2025
Krónan býður viðskiptavinum að styrkja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi við innkaup í verslunum sínum næstu daga. Krónan jafnar hvert framlag. Nú þegar hillir undir von um frið skiptir hver mínúta máli og því blæs UNICEF á Íslandi til sóknar í neyðarsöfnun sinni fyrir börn á Gaza.
6. október 2025
Þá er uppáhalds Bændamarkaðurinn okkar búinn í bili Fimm helgar, 26 verslanir og um 145 tonn seld af umbúðarlausu, íslensku grænmeti - beint frá bónda!
8. september 2025
Það var sannkölluð gleðisprengja þegar Krónuhjólamót Tinds og Hjólaskólans fór fram við Perluna á sl. laugardag!🎉
27. ágúst 2025
Krónan hefur tekið höndum saman við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Pikkoló um afhendingu netpantana í kældum afhendingarstöðvum Pikkoló á höfuðborgarsvæðinu.
© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is