1. ágúst 2024
Sólskins og Krónan hafa tekið upp milliliðalaust samstarf þar sem markmiðið er að hámarka nýtingu framleiðslunnar á Flúðum og lágmarka um leið matvælasóun á nýju og fersku grænmeti í dagslok. Með samstarfinu er okkar að hægt verði að draga úr innkaupum á erlendu grænmeti og stuðla að auknu framboði á íslensku grænmeti yfir lengri tíma.
Á rótgróinni garðyrkjustöð á Flúðum, þar sem Sólskins er til húsa, hefur verið ræktað grænmeti í yfir 80 ár og gert allan ársins hring. Þar er lögð áhersla á ræktun tómata og agúrka, ásamt framleiðslu á papriku auk útiræktunar á selleríi og blómkáli sem jafnframt er á boðstólum Krónunnar. Framtíðarsýn Sólskins er að breikka og auka vöruúrvalið til að auka aðgengi að íslensku grænmeti allt árið um kring.
Þú finnur Sólskins í öllum verslunum Krónunnar!
4. apríl 2025
Hið vinsæla og margverðlaunaða hárvörumerki Monday Haircare er nú loksins fáanlegt á Íslandi en Krónan er að hefja sölu á merkinu.
3. apríl 2025
Í tilefni af HönnunarMars höfum við opnað sýninguna Fruitful Futures ii í Krónunni Granda.
1. apríl 2025
Bílalúga bætist við þær þjónustulausnir sem Krónan býður upp á því í dag opnar formlega Krónulúgan við verslun Krónunnar í Garðabæ.
26. mars 2025
Við höfum opnað á pantanir fyrir heimsendingar í Snjallverslun Krónunnar á Akranesi!