1. ágúst 2024
Alltaf Sólskins í Krónunni!
Sólskins og Krónan hafa tekið upp milliliðalaust samstarf þar sem markmiðið er að hámarka nýtingu framleiðslunnar á Flúðum og lágmarka um leið matvælasóun á nýju og fersku grænmeti í dagslok. Með samstarfinu er okkar að hægt verði að draga úr innkaupum á erlendu grænmeti og stuðla að auknu framboði á íslensku grænmeti yfir lengri tíma.
Á rótgróinni garðyrkjustöð á Flúðum, þar sem Sólskins er til húsa, hefur verið ræktað grænmeti í yfir 80 ár og gert allan ársins hring. Þar er lögð áhersla á ræktun tómata og agúrka, ásamt framleiðslu á papriku auk útiræktunar á selleríi og blómkáli sem jafnframt er á boðstólum Krónunnar. Framtíðarsýn Sólskins er að breikka og auka vöruúrvalið til að auka aðgengi að íslensku grænmeti allt árið um kring.
Þú finnur Sólskins í öllum verslunum Krónunnar!
18. ágúst 2025
Í dag hefst nýtt framtak hjá okkur í Krónunni sem kallast Grænir mánudagar.
27. júní 2025
Við höfum tekið upp umhverfisvænni bakka í kjötborðum Krónunnar.
19. júní 2025
Bergið Headspace miðar að því að veita ungmennum á aldrinum 12 til 25 ára fría ráðgjöf og aðstoð til að bæta líðan og auka virkni þeirra í samfélaginu.