21. desember 2022
Stærsti leynivinaleikur Íslandssögunnar
Yfir þúsund manns tóku þátt í leynivinaleik Krónunnar sem stóð yfir í 10 daga á aðventunni, sem gerir leikinn þann stærsta í Íslandssögunni. Leynivinaleikir (e. secret santa) eru orðnir stór partur af íslenskri jólahefð og gátu viðskiptavinir sem versluðu með Skannað og skundað í verslunum Krónunnar komið hver öðrum skemmtilega á óvart með leynivinagjöf - í boði Krónunnar. Gjafakeðjan gekk um land allt og glöddu viðskiptavinir hvern annan landshorna á milli.
Alls gáfu Krónuvinir hver öðrum 1.876 gjafir.
Vinsælustu gjafirnar voru Gestus klementínur, Konsum suðusúkkulaði, Krónu piparkökur, MS Jóla Brie, Egils malt og appelsín í gleri og Lindt lindor kúlur. Einnig var áhugavert að sjá að viðskiptavinir Krónunnar í Kópavogi voru gjafmildastir á Íslandi og gáfu samtals 380 gjafir.
20. ágúst 2024
Vel heppnað Drulluhlaup Krónunnar, UMFÍ og Aftureldingar fór fram í Mosfellsbæ um helgina.
19. ágúst 2024
Við bjóðum okkar viðskiptavinum upp á góða upplifun og einfalt aðgengi að lífrænum valkostum í Lindum.
8. ágúst 2024
Ein litríkasta menningarhátíð landsins, Hinsegin dagar í Reykjavík, eru haldnir dagana 6.-11. ágúst. Krónan er einn af stærstu styrktaraðilum hátíðarinnar.
1. ágúst 2024
Sólskins og Krónan hafa tekið upp milliliðalaust samstarf þar sem markmiðið er að hámarka nýtingu framleiðslunnar á Flúðum og draga úr innkaupum á erlendu grænmeti.