12. september 2022
Krúttlegasta hjólakeppni landsins var haldin um helgina
Gleðin tók öll völd þegar Krónuhjólamót Tinds og Hjólaskólans fór fram á sunnudag hjá Perlunni. Hjólagarpar á aldrinum 2-12 ára sýndu takta sína og voru 210 talsins. Talið er að um 500 manns hafi verið á svæðinu yfir daginn að hvetja áfram krakkana.
Yngstu hjólakrúttin eru frá tveggja ára aldri og kepptu á sparkhjólum, en 6-12 ára hjóluðu tveggja til þriggja kílómetra langa hringi í Öskjuhlíðinni, og voru hringirnir mismargir eftir aldurshópum.
Krónuhjólið var á staðnum þar sem fullt af ávöxtum voru í boði fyrir þátttakendur og aðstandendur.
Við eeelskum að taka þátt í svona skemmtilegum verkefnum sem styðja að efla heilsu og hreysti barna. Ekki skemmir fyrir þegar viðburðirnir eru jafn krúttlegir og hjólamótið.
20. ágúst 2024
Vel heppnað Drulluhlaup Krónunnar, UMFÍ og Aftureldingar fór fram í Mosfellsbæ um helgina.
19. ágúst 2024
Við bjóðum okkar viðskiptavinum upp á góða upplifun og einfalt aðgengi að lífrænum valkostum í Lindum.
8. ágúst 2024
Ein litríkasta menningarhátíð landsins, Hinsegin dagar í Reykjavík, eru haldnir dagana 6.-11. ágúst. Krónan er einn af stærstu styrktaraðilum hátíðarinnar.
1. ágúst 2024
Sólskins og Krónan hafa tekið upp milliliðalaust samstarf þar sem markmiðið er að hámarka nýtingu framleiðslunnar á Flúðum og draga úr innkaupum á erlendu grænmeti.