21. mars 2025
Sjálfbærniskýrsla Krónunnar lifnar við!
Sjálfbærniskýrsla Krónunnar er nú komin út. Þar er farið yfir árangur síðasta árs í sjálfbærnimálum, markmð, sigra og áskoranir.
Skýrslan er yfirgripsmikil og sýnir alla sjálfbærnivinnu síðasta árs sem við í Krónunni erum hrikalega stolt af. Þess vegna ákváðum við að koma henni út fyrir hið hefðbundna PDF-skjal og til viðskiptavina Krónunnar.
Við tókum höndum saman með teiknaranum og snillingnum Unnie Arendrup, sem myndgerði skýrsluna á sinn einstaka hátt og málaði á vegg í Krónunni á Granda. Tjörvi Jónsson festi ferlið á filmu og Metall Hönnunarstofa gáfu svo lendingarsíðunni fágað og stílhreint viðmót í takt við myndgerð Unnie.
Við hvetjum ykkur til lesningar á sjálfbærniskýrslunni hér
9. október 2025
Krónan býður viðskiptavinum að styrkja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi við innkaup í verslunum sínum næstu daga. Krónan jafnar hvert framlag. Nú þegar hillir undir von um frið skiptir hver mínúta máli og því blæs UNICEF á Íslandi til sóknar í neyðarsöfnun sinni fyrir börn á Gaza.
6. október 2025
Þá er uppáhalds Bændamarkaðurinn okkar búinn í bili Fimm helgar, 26 verslanir og um 145 tonn seld af umbúðarlausu, íslensku grænmeti - beint frá bónda!
8. september 2025
Það var sannkölluð gleðisprengja þegar Krónuhjólamót Tinds og Hjólaskólans fór fram við Perluna á sl. laugardag!🎉
27. ágúst 2025
Krónan hefur tekið höndum saman við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Pikkoló um afhendingu netpantana í kældum afhendingarstöðvum Pikkoló á höfuðborgarsvæðinu.
© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is