21. mars 2025
Sjálfbærniskýrsla Krónunnar lifnar við!
Sjálfbærniskýrsla Krónunnar er nú komin út. Þar er farið yfir árangur síðasta árs í sjálfbærnimálum, markmð, sigra og áskoranir.
Skýrslan er yfirgripsmikil og sýnir alla sjálfbærnivinnu síðasta árs sem við í Krónunni erum hrikalega stolt af. Þess vegna ákváðum við að koma henni út fyrir hið hefðbundna PDF-skjal og til viðskiptavina Krónunnar.
Við tókum höndum saman með teiknaranum og snillingnum Unnie Arendrup, sem myndgerði skýrsluna á sinn einstaka hátt og málaði á vegg í Krónunni á Granda. Tjörvi Jónsson festi ferlið á filmu og Metall Hönnunarstofa gáfu svo lendingarsíðunni fágað og stílhreint viðmót í takt við myndgerð Unnie.
Við hvetjum ykkur til lesningar á sjálfbærniskýrslunni hér
18. ágúst 2025
Í dag hefst nýtt framtak hjá okkur í Krónunni sem kallast Grænir mánudagar.
27. júní 2025
Við höfum tekið upp umhverfisvænni bakka í kjötborðum Krónunnar.
19. júní 2025
Bergið Headspace miðar að því að veita ungmennum á aldrinum 12 til 25 ára fría ráðgjöf og aðstoð til að bæta líðan og auka virkni þeirra í samfélaginu.