21. mars 2025
Sjálfbærniskýrsla Krónunnar er nú komin út. Þar er farið yfir árangur síðasta árs í sjálfbærnimálum, markmð, sigra og áskoranir.
Skýrslan er yfirgripsmikil og sýnir alla sjálfbærnivinnu síðasta árs sem við í Krónunni erum hrikalega stolt af. Þess vegna ákváðum við að koma henni út fyrir hið hefðbundna PDF-skjal og til viðskiptavina Krónunnar.
Við tókum höndum saman með teiknaranum og snillingnum Unnie Arendrup, sem myndgerði skýrsluna á sinn einstaka hátt og málaði á vegg í Krónunni á Granda. Tjörvi Jónsson festi ferlið á filmu og Metall Hönnunarstofa gáfu svo lendingarsíðunni fágað og stílhreint viðmót í takt við myndgerð Unnie.
Við hvetjum ykkur til lesningar á sjálfbærniskýrslunni hér
4. apríl 2025
Hið vinsæla og margverðlaunaða hárvörumerki Monday Haircare er nú loksins fáanlegt á Íslandi en Krónan er að hefja sölu á merkinu.
3. apríl 2025
Í tilefni af HönnunarMars höfum við opnað sýninguna Fruitful Futures ii í Krónunni Granda.
1. apríl 2025
Bílalúga bætist við þær þjónustulausnir sem Krónan býður upp á því í dag opnar formlega Krónulúgan við verslun Krónunnar í Garðabæ.
26. mars 2025
Við höfum opnað á pantanir fyrir heimsendingar í Snjallverslun Krónunnar á Akranesi!