21. desember 2022
Krónan afhenti hjálparsamtökum rúmlega 450 gjafakort á dögunum. Gjafakortin eru afrakstur jólasöfnunar sem fram fór í verslunum Krónunnar á aðventunni, þar sem viðskiptavinum bauðst að styrkja hjálparsamtök í sínu nærsamfélagi sem sjá um matarúthlutanir í aðdraganda jóla. Viðskiptavinir söfnuðu rúmlega 4,6 milljónum króna og lagði Krónan 5,4 milljón krónur á móti þeirri upphæð. Alls söfnuðust því 10 milljónir í jólastyrkjasöfnun Krónunnar þetta árið, sem veittar eru í formi rúmlega 450 gjafakorta.
Söfnunin fór þannig fram að viðskiptavinum bauðst að bæta 500 krónum við innkaupakörfuna í lokaskrefi greiðslu í verslunum Krónunnar, og myndi greiðslan renna til hjálparsamtaka í nærsamfélagi sem styðja þau sem þurfa á mataraðstoð að halda fyrir jólin. Styrkirnir í ár eru sem fyrr segir veittir í formi gjafakorta og styrkþegar velja því sjálfir sína matarkörfu.
Góðgerðarsamtökin sem hljóta styrk frá viðskiptavinum og Krónunni í ár eru Árnessýslusjóðurinn góði, Jólasjóður Fjarðabyggðar, Landakirkja í Vestmannaeyjum, Mæðrastyrksnefnd Akraness, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Rauðikross Víkursvæðis, Selfosskirkja, Soroptimistafélag Mosfellsbæjar, Stórólfshvolfskirkja, Velferðarsjóður Eyjafjarðarsvæðis og Velferðarsvið Reykjanesbæjar.
27. ágúst 2025
Krónan hefur tekið höndum saman við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Pikkoló um afhendingu netpantana í kældum afhendingarstöðvum Pikkoló á höfuðborgarsvæðinu.
26. ágúst 2025
Um helgina opnuðum við nýja og glæsilega Krónuverslun á Fitjabraut 5.
26. ágúst 2025
Næstu helgar er hægt að finna fjölbreytt úrval af fersku, ópökkuðu, íslensku grænmeti á Bændamarkaði.
20. ágúst 2025
Rúmlega 1.100 manns á öllum aldri tóku þátt í Drulluhlaupi Krónunnar í Mosfellsbæ á laugardag.