19. ágúst 2024
Við höfum sett upp svæði í Lindum sem er tileinkað lífrænu vöruúrvali!
Markmið verkefnisins er að vera leiðandi í lífrænum kostum í takt við stefnu Krónunnar, og það með samkeppnishæfu verði. Okkar árlega markmið er að hækka hlutfall sölu á lífrænu vöruvali og með svæðinu bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á góða upplifun og einfalt aðgengi að lífrænum valkostum. Lífrænt finnst enn um alla verslun en með svæðinu höfum við auðveldað þér leitina.
Á svæðinu má finna um hundrað, nýjar vörur frá fjölbreyttum framleiðendum, eins og Grön Balance, Kaju, Pukka og Sonnetor.
Í Lindum má einnig finna nýtt vörumerki innan veggja Krónunnar, en það er íslenska blóma- og plöntufyrirtækið Blómstra. Blómstra leggur mikið upp úr ferskleika vara sinna. Hjá þeim er bæði hægt að kaupa blóm í áskrift og staka blómvendi, eins og nú er hægt í Krónunni.
Sjáumst í Lindum!
4. apríl 2025
Hið vinsæla og margverðlaunaða hárvörumerki Monday Haircare er nú loksins fáanlegt á Íslandi en Krónan er að hefja sölu á merkinu.
3. apríl 2025
Í tilefni af HönnunarMars höfum við opnað sýninguna Fruitful Futures ii í Krónunni Granda.
1. apríl 2025
Bílalúga bætist við þær þjónustulausnir sem Krónan býður upp á því í dag opnar formlega Krónulúgan við verslun Krónunnar í Garðabæ.
26. mars 2025
Við höfum opnað á pantanir fyrir heimsendingar í Snjallverslun Krónunnar á Akranesi!