1. desember 2022
Krónan opnar nýja verslun á Akureyri
Ný og glæsileg verslun okkar að Tryggvabraut 8 á Akureyri opnaði fimmtudaginn 1. desember. Verslunarrýmið er alls um 2.000 fermetrar að stærð og mun fjöldi vörutegunda í nýju versluninni hlaupa á þúsundum.
Meðal þess sem verður að finna í nýju versluninni er útibú veitingastaðarins RUB23 þar sem hægt verður að fá rétti frá þessum margrómaða veitingastað. Jafnframt mun hin vinsæla keðja Wok On opna í versluninni og bjóða í fyrsta sinn upp á núðlurétti sína á Akureyri, auk þess sem ferskt kjöt verður skorið og pakkað á staðnum.
Þá geta Akureyringar frá fyrsta degi nýtt Skannað og skundað, þar sem hægt er að skanna vörur með símanum og greiða fyrir í appi. Krónan mun einnig styðja við umhverfisvænan lífsstíl Akureyringa og bjóða umbúðalausar lausnir eins og þurrvörubar, þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að fylla á eigin ílát. Frá áramótum verður jafnframt í boði að fá vörur Krónunnar heimsendar.
Bjarki Kristjánsson verður verslunarstjóri Krónunnar að Tryggvabraut þar sem á fimmta tug starfsfólks mun starfa. Krónan fagnar opnuninni á Akureyri með margvíslegum hætti næstu daga og verður meðal annars boðið upp á fjölda opnunartilboða af þessu tilefni.
Opnunartími er frá 9-21 alla daga
Grænu innkaupakerrurnar úr endurunnu plasti úr sjónum prýða verslunina
Umhverfisvænt CO2 vélakerfi keyrir alla kæla og frysta
Verslunin er Svansvottuð
Þurrvöru og sápubar