27. júní 2025
Krónan kveður frauðplastið - loksins!
Krónan hefur formlega hætt að nota frauðplastbakka undir ferskvöru í kjötborði verslana sinna. Nýir bakkar úr endurunnu og endurvinnanlegu plasti leysa nú gamla frauðplastið af hólmi – og það með miklum umhverfisávinningi. Þessi breyting hefur verið lengi í undirbúningi og margar tilraunir að baki. Nú höfum við loks fundið lausn sem er bæði traust og umhverfisvæn – og erum við ótrúlega ánægð með niðurstöðuna.
Frauðplastið sem áður var notað er afar erfitt í endurvinnslu og nýtist lítið nema í mjög afmörkuð not, s.s. einangrun. Nýi bakkinn er hins vegar framleiddur úr endurunnu plasti og má bræða aftur í nýja bakka – aftur og aftur.
Krónan notar um milljón bakka á ári undir kjötvörur, svo umhverfisávinningurinn af breytingunni er gríðarlegur. Að kveðja frauðplastið er því stórt skref í átt að sjálfbærari framtíð.
9. október 2025
Krónan býður viðskiptavinum að styrkja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi við innkaup í verslunum sínum næstu daga. Krónan jafnar hvert framlag. Nú þegar hillir undir von um frið skiptir hver mínúta máli og því blæs UNICEF á Íslandi til sóknar í neyðarsöfnun sinni fyrir börn á Gaza.
6. október 2025
Þá er uppáhalds Bændamarkaðurinn okkar búinn í bili Fimm helgar, 26 verslanir og um 145 tonn seld af umbúðarlausu, íslensku grænmeti - beint frá bónda!
8. september 2025
Það var sannkölluð gleðisprengja þegar Krónuhjólamót Tinds og Hjólaskólans fór fram við Perluna á sl. laugardag!🎉
27. ágúst 2025
Krónan hefur tekið höndum saman við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Pikkoló um afhendingu netpantana í kældum afhendingarstöðvum Pikkoló á höfuðborgarsvæðinu.
© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is