30. nóvember 2022
Krónan og Rio Tinto hljóta Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022. Að verðlaununum standa Samtök atvinnulífsins og Háskóli Íslands.
Markmiðið með verðlaununum er að vekja athygli á fyrirtækjum, sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. Því erum við svooo þakklát fyrir viðurkenninguna!
Fyrir okkur skiptir fjölbreytileiki svo sannarlega máli og við viljum gefa starfsfólki okkar tækifæri á að vaxa í starfi óháð kyni, uppruna, bakgrunni, aldri, trúarbragða og kynhneigð. Við vitum að jafnrétti gerist ekki sjálfkrafa og meðvitund um málið er því mikilvæg.
Erla María Sigurðardóttir, starfsmannastjóri Krónunnar, Guðrún Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar og Kolbeinn Finnsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs
28. febrúar 2025
Við erum hoppandi kát með að hafa hlotið fjórar tilnefningar í þremur flokkum til Lúðursins, íslensku markaðsverðlaunanna!
12. febrúar 2025
Krónan hneppir hnossið í 9. skiptið og sjö af þeim hefur það verið Krónan á Granda.
10. febrúar 2025
Festi, móðurfélag Krónunnar, hlaut nafnbótina UT-fyrirtæki ársins í flokki stærri fyrirtækja á Upplýsingatækniverðlaunum Ský sem afhent voru föstudaginn 7. febrúar sl.
17. janúar 2025
Áttunda árið í röð eru viðskiptavinir Krónunnar þeir ánægðustu á matvörumarkaði, samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar.