24. janúar 2022
Krónu vinir eru ánægðustu viðskiptavinirnir á matvælamarkaði 5. árið í röð samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar, sem veitt var föstudaginn 21. janúar.
Þúsund þakkir og ein RISASTÓR fimma til ykkar Krónuvinir!
Takk fyrir allar góðu hugmyndirnar. Takk fyrir þolinmæðina á þessum undarlegu tímum. Takk fyrir að halda okkur á tánum í umhverfismálum. Takk fyrir að taka vel í nýjar stafrænar lausnir. Takk fyrir að hvetja okkur áfram. Þetta hvetur okkur til að gera ennþá betur, FYRIR YKKUR!
Pssst…Við brosum eins og banani.
Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og framkvæmdin er í höndum Prósent rannsókna. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina. Nánari upplýsingar um Íslensku Ánægjuvogina má finna á stjornvisi.is
8. janúar 2025
Hollusta og sjálfbærni eiga við um Krónuna allt árið. Við viljum auðvelda Krónuvinum okkar að byrja árið rétt, með réttu vöruúrvali á góðu verði.
3. janúar 2025
Á liðnu ári birtist Heillakarfan í Krónuappinu þínu og nú getur þú séð yfirlit yfir árið þitt í Heillakörfunni.
30. desember 2024
500 fjölskyldur hlutu matarúthlutun úr Jólastyrk Krónunnar.
23. desember 2024
Við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og hlökkum til að taka á móti ykkur í Krónunni á nýju ári.