24. janúar 2022
Takk – fimmta árið í röð
Krónu vinir eru ánægðustu viðskiptavinirnir á matvælamarkaði 5. árið í röð samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar, sem veitt var föstudaginn 21. janúar.
Þúsund þakkir og ein RISASTÓR fimma til ykkar Krónuvinir!
Takk fyrir allar góðu hugmyndirnar. Takk fyrir þolinmæðina á þessum undarlegu tímum. Takk fyrir að halda okkur á tánum í umhverfismálum. Takk fyrir að taka vel í nýjar stafrænar lausnir. Takk fyrir að hvetja okkur áfram. Þetta hvetur okkur til að gera ennþá betur, FYRIR YKKUR!
Pssst…Við brosum eins og banani.
Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og framkvæmdin er í höndum Prósent rannsókna. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina. Nánari upplýsingar um Íslensku Ánægjuvogina má finna á stjornvisi.is
20. ágúst 2024
Vel heppnað Drulluhlaup Krónunnar, UMFÍ og Aftureldingar fór fram í Mosfellsbæ um helgina.
19. ágúst 2024
Við bjóðum okkar viðskiptavinum upp á góða upplifun og einfalt aðgengi að lífrænum valkostum í Lindum.
8. ágúst 2024
Ein litríkasta menningarhátíð landsins, Hinsegin dagar í Reykjavík, eru haldnir dagana 6.-11. ágúst. Krónan er einn af stærstu styrktaraðilum hátíðarinnar.
1. ágúst 2024
Sólskins og Krónan hafa tekið upp milliliðalaust samstarf þar sem markmiðið er að hámarka nýtingu framleiðslunnar á Flúðum og draga úr innkaupum á erlendu grænmeti.