5. febrúar 2024
Rauði krossinn á Íslandi hefur sett af stað neyðarsöfnun vegna eldgossins sem hófst við Grindavík í byrjun árs en henni er ætlað að styðja íbúa bæjarins. Viðskiptavinum Krónunnar býðst að styðja við söfnunina með því að versla á sjálfsafgreiðslukössum verslana. Þar geta þeir bætt 500 kr. eða meira við innkaupin sín og renna þær beint í söfnunarkassa Rauða krossins. Hér er hægt að lesa meira um söfnunina.
Söfnunin mun standa yfir í um tvær vikur.
20. ágúst 2024
Vel heppnað Drulluhlaup Krónunnar, UMFÍ og Aftureldingar fór fram í Mosfellsbæ um helgina.
19. ágúst 2024
Við bjóðum okkar viðskiptavinum upp á góða upplifun og einfalt aðgengi að lífrænum valkostum í Lindum.
8. ágúst 2024
Ein litríkasta menningarhátíð landsins, Hinsegin dagar í Reykjavík, eru haldnir dagana 6.-11. ágúst. Krónan er einn af stærstu styrktaraðilum hátíðarinnar.
1. ágúst 2024
Sólskins og Krónan hafa tekið upp milliliðalaust samstarf þar sem markmiðið er að hámarka nýtingu framleiðslunnar á Flúðum og draga úr innkaupum á erlendu grænmeti.