5. febrúar 2024
Rauði krossinn á Íslandi hefur sett af stað neyðarsöfnun vegna eldgossins sem hófst við Grindavík í byrjun árs en henni er ætlað að styðja íbúa bæjarins. Viðskiptavinum Krónunnar býðst að styðja við söfnunina með því að versla á sjálfsafgreiðslukössum verslana. Þar geta þeir bætt 500 kr. eða meira við innkaupin sín og renna þær beint í söfnunarkassa Rauða krossins. Hér er hægt að lesa meira um söfnunina.
Söfnunin mun standa yfir í um tvær vikur.
4. apríl 2025
Hið vinsæla og margverðlaunaða hárvörumerki Monday Haircare er nú loksins fáanlegt á Íslandi en Krónan er að hefja sölu á merkinu.
3. apríl 2025
Í tilefni af HönnunarMars höfum við opnað sýninguna Fruitful Futures ii í Krónunni Granda.
1. apríl 2025
Bílalúga bætist við þær þjónustulausnir sem Krónan býður upp á því í dag opnar formlega Krónulúgan við verslun Krónunnar í Garðabæ.
26. mars 2025
Við höfum opnað á pantanir fyrir heimsendingar í Snjallverslun Krónunnar á Akranesi!