Fallback alt

Samfélagsábyrgð 2015-2022

Við gerum okkur grein fyrir að í krafti stærðar okkar getum við haft áhrif til góðs og þess vegna erum við sífellt að leita leiða til að sýna samfélagslega ábyrgð í verki. Umhverfismál, lýðheilsa og upplýst val skipta okkur máli … Í ALVÖRU!

Hvað getum við gert betur? - hafa samband

2022

Þurrvörubarinn
Þurrvörubar

Þurrvörubarinn í Skeifunni er ný viðbót inn í umbúðalausar lausnir Krónunnar þar sem markmiðið er að styðja enn betur við vistvænni neysluhætti viðskiptavina.

Hringrásar föndur
Hringrásar föndursmiðja

Við héldum áfram samstarfi við fatahönnuðina Sæunni og Ollu sem sérhæfa sig í sjálfbærri framleiðslu undir nafninu Slembival og stóðum fyrir hringrásar föndursmiðju fyrir starfsfólk og börn þeirra þar sem gamlir starfsmannabolir og Krónufánar fengu nýtt líf. Á föndursmiðjunni var búið til sundpoka og ýmsar töfrandi fígúrur.

Fallback alt
Krónukrani á Granda

Í apríl fór upp Krónukrani í verslun okkar á Granda. Tilgangurinn er að auka aðgengi að umhverfisvænni drykkarkostum.

2021

Fallback alt
Sápubar

Við settum upp áfyllanlegan sápu bar í verslun okkar á Granda þar sem viðskiptavinir geta fyllt á sjampó og sápu brúsa. Vörurnar eru frá Faith in nature og eru bæði umhverfisvænar og vegan.

Hreppamjólk
Hreppamjólk

Við opnuðum sjálfsala í verslun okkar í Lindum sem býður upp á ískalda hreppa mjólk í glerflöskum beint frá Gunnbjarnarholti. Annar sjálfsali er fyrir fjölnota flöskur svo nú geta viðskiptavinir fyllt á flöskuna aftur og aftur.

Vatnsstöð
Krónukraninn

Í júlí settum við upp fyrsta Krónukranann í Vík í samræmi við óskir viðskiptavina Krónunnar sem vilja aðgang að umhverfisvænum og umbúðalausum drykkjarkostum. Fyrstu þrjá mánuði fóru um 5.000 lítrar af vatni í fjölnotabrúsa. Næsti Krónukrani verður settur upp í verslun okkar á Granda.

Bændamarkaðsbox
Bændamarkaðsbox

Í september 2021 lauk Plastplan framleiðslu á sérstökum boxum undir umbúðalausa smávöru sem nýtt verða á Granda. Boxin eru komin í notkun en verða nýtt undir smávörur líkt og tómata og sveppi ef fólk gleymir fjölnota pokanum. Við höfum verið í samstarfi við Plastplan frá 2019 en þeir endurvinna plast sem fellur til í verslun Krónunnar m.a. úr afpökkunarborði og gefa því gleðilegt framhaldslíf.

Krónupokar
Taktu poka/skildu eftir poka

Taktu poka eða skildu eftir poka hringrásarverkefnið fór aftur af stað í öllum verslunum eftir stutta hvíld á Covid tímum. Verkefnið snýr að því að bjóða upp á svokallaðar pokastöðvar fyrir fjölnotapoka þar sem viðskiptavinum býðst að skilja eftir fjölnota poka sem þeir vilja gefa áfram eða grípa poka til að taka með sér. Pssst… Allir pokar velkomnir

Plastpokar
Svartir ruslapokar hættir

1. júlí 2021 hættum við með svarta ruslapoka. Stuðlum að endurvinnslufarvegi og grípum glæran poka!

Fjörusteinninn
Fjörusteinninn

Í júní 2021 hlaut Krónan Fjörusteininn, umhverfisverðlaun Faxaflóahafnar fyrir framsækni í umhverfismálum og verið til fyrirmyndar hvað varðar frágang á lóðum og snyrtilegt umhverfi.

Endurunnar kerrur
Grænar kerrur

Í maí 2021 hófum við notkun á nýjum innkaupakerrum og körfum í Krónunni Skeifunni, sem framleiddar eru úr endurnýttum fiskinetum og öðru endurunnu plasti úr sjónum. Endurnýjun kerra í öðrum verslunum verður framvegis af þessari nýju gerð.

Fallback alt
Endurnýtanlegur verðlaunapeningur

Í febrúar 2021 lauk Plastplan framleiðslu á yfir 3000 verðlaunapeningum úr endurnýtanlegum hráefnum sem gleðja litla knattspyrnusnillinga á Krónumóti HK. Við höfum verið í samstarfi við vini okkar úr Plastplan síðan 2019 en þeir endurvinna plast sem fellur til í verslun Krónunnar m.a. úr afpökkunarborði og gefa því gleðilegt framhaldslíf.

2020

Allar verslanir Krónunnar Svansvottaðar

Í desember 2020 svansvottuðum við allar verslanir Krónunnar. Svansvottun er opinbert og vel þekkt umhverfismerki á Norðurlöndunum sem er meðal annars með það markmið að lágmarka umhverfisleg áhrif á neyslu og framleiðslu vara.

Kveðjum plastburðarpoka

Í október 2020 hættum við notkun einnota plastburðarpoka en við höfum verið að leggja drög að þessu allt frá því að Alþingi samþykkti frumvarp umhverfisráðherra um plastpoka. Samkvæmt því er verslunum óheimilt að selja plastpoka frá og með 1. janúar 2021. Með þessu erum við að leggja áherslu á notkun fjölnotapokanna.

Endurvinnum  allt plast úr rekstri okkar á Íslandi

Í febrúar 2020 hófum við samstarf við Pure North til að tryggja að allt það plast sem fellur til í rekstri fyrirtækisins verði endurunnið. Tilgangur samstarfsins er að enduvinna plast á sem umhverfisvænastan hátt í samræmi við átaksverkefnið Þjóðþrif.

2019

Svansvottun
Fyrstu íslensku svansvottuðu verslanirnar

Krónan í Garðabæ og Árbæ eru fyrstu íslensku svansvottuðu verslanirnar. Vottunin setur meðal annars viðmið í vöruúrvali lífrænna og umhverfisvottaðra vara, lágmörkun á orkunotkun, flokkun á sorpi, lágmörkun matarsóunar og umhverfisvænni rekstrarvöru.

Fallback alt
Framtak ársins

TAKK! Krónan fékk verðlaunin framtak ársins á Umhverfisdegi atvinnulífsins í október 2019.

Fallback alt
Hringrás plasts

Ágúst 2019 – Krónan í stamstarfi við Plastplan hófu að endurvinna plast úr afpökkunarborðum á Granda. Plastplan vinnur úr plastinu nytjahluti sem Krónan notar svo aftur í rekstri sínum. Með þessu verður til hringrás plasts. Plastplan hefur yfirlýsta stefnu að vinna einungis með fyrirtækjum sem eru leiðandi í samfélags- og umhverfismálum

Bændamarkaður
Engir smápokar úr plasti í grænmetisdeildum

Í byrjun júní 2019 tókum úr umferð alla smápoka sem hingað til hafa fengist gefins við kassa og í grænmetisdeildum og ganga undir ýmsum nöfnum svo sem hnútapokar, nískupokar eða skrjáfpokar.

Fallback alt
Samstarf við Plastplan

Júní 2019 – Krónan hóf samstarf við fyrirtækið Plastplan sem miðar að því að endurvinna allt plast sem fellur til í verslun Krónunnar Granda, m.a. úr afpökkunarborði þar og gefa því framhaldslíf.

Fallback alt
Í ALVÖRU! TAKK!

Í lok apríl 2019 var okkur veittur Kuðungurinn, sem er viðurkenning á framlagi fyrirtækja og stofnana til umhverfismála sem er veitt árlega af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Fallback alt
Allir plastpokar í Krónunni unnir úr sykurreyr

Í lok mars 2019 var öllum plastburðarpokum í Krónunni skipt út fyrir poka úr sykurreyr. Við ræktun á sykurreyr til framleiðslu á plasti bindir sykurreyr koltvísýring sem hjálpar til við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þess vegna kallast plast úr sykurreyr grænt pólýetýlen(e. Green PE). Hráefnið er 100% endurvinnanlegt.

Fallback alt
Afpökkunarborð

Í janúar 2019 opnuðum við fyrstu tvö afpökkunarborð Krónunnar í Lindum og á Granda. Þar býðst viðskiptavinum tækifæri til að losa sig við óþarfa plast- og pappaumbúðir. Krónan sér um að koma umbúðunum áfram í endurvinnsluna. Afpökkunarborðin fengu frábærar móttökur og haustið 2019 voru allar verslanir Krónunnar komnar með afpökkunarborð.

2018

500.000 plastbakkar úr umferð!

Veturinn 2018 færðum við allt hakk og hamborgara Krónunnar yfir í umhverfisvænni umbúðir úr pappa og endurvinnanlegu plasti í stað frauðplasts. Þannig höfum við tekið mikilvæg fyrstu skref við að minnka óumhverfisvænt plast.

Bland í poka

Veturinn 2018 fjarlægðum við alla nammibari úr verslunum okkar og nú er eingöngu hægt að fá bland í poka í ávaxtadeildinni okkar.

60.000 frauðplastbollar úr umferð árlega

Haustið 2018 hættum við að bjóða upp á einnota frauðplastbolla á kaffistofum starfsfólks í verslunum og á skrifstofu Krónunnar.

2017

Engin búrhænuegg til sölu í Krónunni

Sumarið 2017 hættum við að selja búrhænuegg.

3,28% minni úrgangur frá verslunum

Á árunum 2016-2018 minnkaði urðun á almennu sorpi um 18,78% og lífrænn úrgangur jókst um 32,08%.

5% færri skrjáfpokar

Í byrjun árs 2017 vöktum við athygli á áhrifum plasts á umhverfið og jukum úrvalið á fjölnota burðarpokum. Skilaboðin á borð við „Þarftu poka?“ í grænmetis- og ávaxtadeildum Krónunnar höfðu áhrif.

2016

92 tonn minna af pappír árlega

Í lok árs 2016 hættum við að senda út prentaðan fjölpóst vikulega á öll íslensk heimili.

Frír biti fyrir börnin

Árið 2016 byrjuðum við að bjóða upp á fría ávexti fyrir yngstu gestina okkar á meðan þeir eldri versla.

162 tonn minna af pappa árlega

Árið 2016 byrjuðum við að nota græna og umhverfisvæna kassa í stað einnota pappakassa.
Grænu kassarnir ferðast til landsins fullir af ferskvöru en eftir notkun í verslunum fara kassarnir tómir og samanbrotnir aftur frá landi.
Svona nýtum við þá aftur og aftur og aftur.

Ekkert nammi á kassa

Vorið 2016 tókum við allt nammi af kassasvæðunum okkar og stillum nú í staðinn eingöngu upp vörum sem eru án viðbætts sykurs.

Minnkum matarsóun

Árið 2016 hófst verkefnið „Síðasti séns – minnkum matarsóun“. Verkefnið er enn í gangi í öllum verslunum og til að mynda tókst okkur að minnka matarsóun um rúmlega helming fyrsta árið.

Hvað er þetta vegan?

Árið 2016 byrjuðum við að leggja meiri áherslu á þarfir vegan viðskiptavina og er markmiðið að byggja upp fjölbreyttara vöruúrval fyrir þennan sístækkandi hóp.

Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur