
31. mars 2023
Áframhaldandi samstarf Breiðabliks og Krónunnar
Krónan hefur átt farsælt samstarf við Breiðablik síðustu ár og verður engin breyting á því. Nýr samstarfssamningur til næstu 4 ára var undirritaður á Kópavogsvelli á dögunum með það að markmiði að styrkja Breiðablik og um leið styðja félagið í íþrótta- og uppeldislegu hlutverki sínu í Kópavogi.
Á myndinni má sjá Eystein Pétur Lárusson framkvæmdastjóra Breiðabliks og Guðrúnu Aðalsteinsdóttur framkvæmdastjóra Krónunnar.
19. júní 2025
Bergið Headspace hlýtur 1,5 milljón frá Krónunni og viðskiptavinum
Bergið Headspace miðar að því að veita ungmennum á aldrinum 12 til 25 ára fría ráðgjöf og aðstoð til að bæta líðan og auka virkni þeirra í samfélaginu.
19. júní 2025
Krónan upp að dyrum í Borgarnesi, á Akranesi og Kjalarnesi!
Krónan gefur í á Vesturlandi.
19. júní 2025
Halló Egilsstaður, Fellabær og Seyðisfjörður!
Heimsendingarþjónusta Krónunnar hefur nú útvíkkað um Austurland.