1. október 2024
Matarbúrið er samstarfsverkefni Krónunnar og Samtaka smáframleiðenda matvæla sem hófst árið 2020. Þar má finna einstakt hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum sem kemur beint frá býli, borg eða bæ.
Matarbúrið er í stærstu verslunum Krónunnar og gefst viðskiptavinum tækifæri á að kynnast spennandi kræsingum og gúrmeti frá íslenskum matarfrumkvöðlum næstu vikurnar.
Markmið Matarbúrsins er að efla íslenska smáframleiðendur og aðgengi viðskiptavina að þessum vörum. Margir smáframleiðendur, sem fengu sitt fyrsta hillupláss í Matarbúri Krónunnar, eru nú með vörur sínar í almennri sölu þar sem vörum þeirra var einstaklega vel tekið á þessu prufutímabili sem Matarbúrið stendur yfir.
Matarbúrið er að finna í Lindum, Mosó, Skeifunni, Granda, Flatahrauni, Selfossi og Akureyri.
4. apríl 2025
Hið vinsæla og margverðlaunaða hárvörumerki Monday Haircare er nú loksins fáanlegt á Íslandi en Krónan er að hefja sölu á merkinu.
3. apríl 2025
Í tilefni af HönnunarMars höfum við opnað sýninguna Fruitful Futures ii í Krónunni Granda.
1. apríl 2025
Bílalúga bætist við þær þjónustulausnir sem Krónan býður upp á því í dag opnar formlega Krónulúgan við verslun Krónunnar í Garðabæ.
26. mars 2025
Við höfum opnað á pantanir fyrir heimsendingar í Snjallverslun Krónunnar á Akranesi!