22. mars 2023
Samfélagsskýrslan fyrir árið 2022 er komin út. Þar er farið yfir allt sem Krónan gerði í umhverfis- og samfélagsmálum í fyrra og allan þann árangur sem starfsfólk og viðskiptavinir Krónunnar náðu á árinu 2022.
Meðal þess sem fram kemur í samfélagsskýrslunni er að okkur tókst að draga gríðarlega úr matarsóun á síðasta ári. Alls náðist að bjarga 95% ávaxta og grænmetis í gegnum Síðasta séns, sem hefði annars endað sem lífrænn úrgangur! Þetta hlutfall var aðeins 65% fyrir tveimur árum og við erum því gríðarlega þakklát Krónuvinum fyrir að taka svona vel í Síðasta séns.
Við fjölguðum einnig rafbílum Krónunnar um helming á síðasta ári, grænum kerrum og körfum um 100% auk þess að fjölga umbúðalausum lausnum með þurrvöru- og sápubörum, bændamörkuðum og settum upp fleiri Krónukrana.
Við náðum líka miklum árangri í flokkun og endurvinnslu á árinu. Þannig tókst okkur í samstarfi við Plastplan að veita gríðarmiklu plasti framhaldslíf í formi frisbídiska, verðlaunapeninga og kassaskilja. Við fjölguðum lokuðum kælum, settum upp umhverfisvænni lýsingu, bættum innihaldsmerkingar, kolefnisjöfnuðum alla starfsemina, jukum hlutfall umhverfisvænna og lífrænna vara, settum upp skilastöðvar fyrir rafhlöður í allar verslanir Krónunnar og fleira og fleira.
16. desember 2025
Viðskiptavinir og Krónan söfnuðu alls 10 milljónum króna.
12. desember 2025
Jólakveðja Krónunnar í ár segir sögu Snjallverslunar Krónunnar á landsbyggðinni, þjónustu sem hefur gjörbreytt aðgengi að fjölbreyttu vöruúrvali, hagstæðu verði og reglulegum sendingum fyrir mörg á stórum hluta landsins.
11. desember 2025
Upplifðu jólaandann og græjaðu innkaupin í leiðinni! Við verðum með möndlusmakk, tónlistarflutning og vörukynningar í völdum verslunum fram að jólum.
4. desember 2025
Við höfum opnað fyrir heimsendingarþjónustu Snjallverslunar á Blönduósi og í Búðardal! 💛