Fallback alt

Lágvöruverð og ástríða fyrir ferskleika

Á hverjum degi – allan ársins hring keppumst við, starfsfólk Krónunnar, við að koma réttu vöruúrvali til þín á eins ódýran hátt og mögulegt er.

Vissirðu að sennilega ferðu sirka fjórum sinnum í viku að versla mat úti í búð?  Kannski ferðu oftar eða sjaldnar, við erum sko ekkert að dæma. Þið eruð velkomin eins oft og þið viljið! En það er þá eins gott að það sé gaman!  Við viljum að hver verslunarferð sé ánægjuleg upplifun. Stundum langar þig nefnilega eflaust til að gefa þér tíma til að handleika vörurnar og finna fullkomna ávöxtinn eða lesa utan á kryddstaukana, en á öðrum stundum viltu komast inn og út á sem stystum tíma. Það má! Þess vegna bjóðum við upp á mjög fjölbreytt vöruúrval, svo að þú þurfir ekki að stoppa á mörgum stöðum og höfum sett upp sjálfsafgreiðslukassa víða svo að þú getir stimplað inn vörurnar á þínum hraða. Við viljum líka að öllum líði vel hjá okkur og því fá krakkar ókeypis ávöxt til að jappla á á meðan þú tínir vörur í körfuna. Allt til þess að gera verslunarferðina auðvelda og fljótlega en líka áhugaverða og skemmtilega.

Krónan í hnotskurn

Krónan er lágvöruverðsverslun sem leggur áherslu á ferskvöru. Krónuverslanir hafa verið starfræktar á Íslandi síðan árið 2000. Krónan og Kr,- verslanirnar eru hluti af móðurfélaginu Festi, sem er leiðandi afl í smásölu á Íslandi. Hjá Krónunni starfa um þúsund manns og öll félög Festi eru með jafnlaunavottun VR, sem þýðir að starfsfólk sem vinnur jafn verðmæt störf fær jafnmikið greitt.