20. ágúst 2024
Drullugaman í Drulluhlaupi Krónunnar!
Yfir 1000 þátttakendur tóku þátt í Drulluhlaupi Krónunnar, UMFÍ og Aftureldingar um helgina. Veðrið lék við þátttakendur og mátti sjá fjölskyldur og vinahópa fara brosandi drullug í gegnum hlaupið.
Gústi B og Sandra Barilli sáu um upphitum og að halda uppi stuðinu yfir daginn. Happy Hydrate gaf drykki eftir hlaup og Krónuhjólið var í sínum stað með ferska ávexti.
Við þökkum þátttakendum, samstarfsaðilum og öllum sjálfboðaliðum fyrir frábæran dag og erum strax farin að hlakka til þess næsta!