
26. september 2023
Magnaðar móttökur á Grandanum
Við erum svakalega stolt af starfsfólkinu okkar sem á stórt hrós skilið fyrir frábæra vinnu í tengslum við enduropnun verslunarinnar! Hún er án efa sú glæsilegasta.
Líkt og í öllum okkar verslunum bjóðum við upp á fjölbreytt vöruúrval á hagstæðu verði í Krónunni á Granda. Við leggjum sérstaka áherslu á að gefa ferskleikanum enn meira rými með stórri og glæsilegri ávaxta- og grænmetisdeild. Einnig svörum við ákalli viðskiptavina um meira úrval af tilbúnum réttum - nú geta viðskiptavinir meðal annars nælt sér í Tokyo Sushi, WokOn og Rotissiere þegar þeir versla á Grandanum!
Lengri opnunartími
Við minnum á lengri opnunartíma á Granda 9-21 alla daga.
Hlökkum til að sjá ykkur!











4. apríl 2025
Hið vinsæla og margverðlaunaða hárvörumerki Monday Haircare er nú loksins fáanlegt á Íslandi en Krónan er að hefja sölu á merkinu.
3. apríl 2025
Í tilefni af HönnunarMars höfum við opnað sýninguna Fruitful Futures ii í Krónunni Granda.
1. apríl 2025
Bílalúga bætist við þær þjónustulausnir sem Krónan býður upp á því í dag opnar formlega Krónulúgan við verslun Krónunnar í Garðabæ.
26. mars 2025
Við höfum opnað á pantanir fyrir heimsendingar í Snjallverslun Krónunnar á Akranesi!