

Samfélagsleg ábyrgð í verki - alltaf!
Samfélagsleg ábyrgð takmarkast ekki við eitt teymi innan Krónunnar heldur vinnur allt Krónuliðið að því saman að hafa áhrif til góðs. Með því að fá sem flesta að borðinu, Krónuliðið, birgjana okkar og viðskiptavini, koma fram frábærar hugmyndir sem við getum þróað og unnið áfram.
Að baki er enn eitt skemmtilegt ár í sögu Krónunnar. Samhliða því að einbeita okkur að umhverfismálum og nýsköpun, tókum við stór skref í stafrænni þróun og upp byggingu lýðheilsumála Krónunnar. Við erum því ótrúlega stolt að gefa út þriðju samfélagsskýrslu Krónununnar.
Pssst... Við mælum með gómsætu kjamsi með lestrinum.
Lesa Samfélagsskýrslu Krónunnar 2021
Eldri skýrslur:
Markmið sem náðust 2021

Við jukum hlutfall sölu á afskráðri matvöru vegna gæða úr 65% í 85,2% – þar að auki gáfum við matvöru sem seldist ekki

Við settum okkur það markmið að 71,4% heildarrýma verslana yrðu LED lýst fyrir lok árs 2021 og við náðum þeim markmiðum og gott betur með 78,7%

Við náðum markmiðum okkar um að bjóða nýjar umbúðalausar lausnir á árinu. Opnuðum Sápubarinn á Granda og buðum Hreppamjólk í sjálfsala.

Við tókum fyrstu skref í átt að samtali með nokkrum birgjum um sjálfbærnimat birgja, sem er þáttur í að meta umfang 3 í kolefnislosun Krónunnar

Við settum okkur það markmið að auka aðgengi að fræðslu á árinu. Við bættum rafræna þjálfun í Krónuskólanum og til viðbótar við nýliðaþjálfun bættust við öryggisnámskeið

Við jöfnuðum kynjahlutfallið í framkvæmdastjórn Krónunnar.

Við jukum úrval á umbúðalausu íslensku grænmeti á uppskerutímanum á Bændamarkaði Krónunnar

Við jukum við styrki til starfsfólks sem nú stendur til boða hinir ýmsu styrkir, s.s. íþróttastyrkir, sálfræðiaðstoð og margvísleg félagsleg þjónusta

Við settum okkur það markmið að bjóða viðskiptavinum upp á vatn á krana til að fylla á fjölnota flöskur. Fyrsti Krónukraninn leit dagsins ljós í verslun okkar í Vík

Við lukum innleiðingu á rafrænum hillumiðum til að miðla betur sérmerkingum í öllum verslunum

Við héldum áfram virku samtali við viðskiptavini okkar um umhverfismál.

Við bættum vegan úrvalið okkar með hjálp viðskiptavina okkar. En okkur berast daglega vöruábendingar