© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is
© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is
13. september 2024
Bændamarkaður í verslunum Krónunnar um land allt kemst á fullt nú um helgina með fjölbreyttu úrvali fersku og ópökkuðu grænmeti beint frá býli íslenskra garðyrkjubænda hvaðanæva að á landinu.
Þetta er í áttunda sinn sem Bændamarkaður Krónunnar er haldinn og hafa vinsældir hans meðal viðskiptavina hafi farið vaxandi ár frá ári. Má í því sambandi nefna að á markaðnum í fyrra seldust yfir 100 tonn af nýuppteknu íslensku grænmeti samanborið við 30 tonn þegar bændamarkaðurinn var fyrst haldinn árið 2012. Búist er við enn meira magni í ár sem mun endalega ráðast af framboði hverju sinni frá garðyrkjubændum landsins og er því breytilegt hve marga daga markaðnum er haldið úti hverju sinni.
Allt íslenska grænmetið á Bændamarkaði Krónunnar er tínt eða tekið upp með reglulegu millibili dagana sem markaðurinn stendur. Það berst því nýtt og ópakkað frá bændum landsins til verslana Krónunnar og getur því ekki verið mikið ferskara en það. Fyrir okkur er Bændamarkaðurinn meira en bara viðburður - hann er hornsteinn íslensks landbúnaðar og uppskeruhátíð sem ýfir upp íslenska matarmenningu og styður við staðbundna framleiðslu.
Við hlökkum mikið til að taka á móti viðskiptavinum okkar og minnum á að muna eftir poka!
21. október 2025
Saman söfnuðu Krónan og viðskiptavinir alls 12 milljónum króna í neyðarsöfnun fyrir börn á Gaza í samstarfi við UNICEF Iceland.
21. október 2025
Nú hafa Frískleikarnir poppað upp í Krónunni Flatahrauni.
20. október 2025
35 keppendur tóku þátt í Skelfikerinu í ár og skiluðu inn glæsilegum graskerum sem vöktu gríðarlega lukku meðal viðskiptavina Krónunnar um helgina. Graskerin voru hvert öðru flottara og keppnin var því gríðarlega hörð líkt og í fyrra.
16. október 2025
Við erum stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki, í úttekt Keldunnar og Viðskiptablaðsins.