Krónumót HK í fótbolta

Samfélagsleg ábyrgð í verki

Krónan er stór hluti í samfélaginu. Við gerum okkur grein fyrir að í krafti stærðar okkar getum við haft áhrif til góðs og þess vegna erum við sífellt að leita leiða til að sýna samfélagslega ábyrgð í verki. Á hverju ári veitum við styrki til góðgerðamála og gerum okkar besta til þess að efla og stuðla að heilsu og hreysti barna. Við reynum líka að draga úr umhverfisáhrifum, bjóða upp á heilsusamari valkosti og efla lýðheilsu, í samstarfi við viðskiptavini okkar. Þannig leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar.

Í alvöru

Í alvöru

Við leggjum áherslu á að minnka matarsóun, draga úr umbúðum, gefa hollustunni besta plássið og auka úrvalið af grænkera-vörum og annarri matvöru sem hefur minni áhrif á umhverfi og náttúru en aðrir valkostir.

Umhverfismál, lýðheilsa og upplýst val skipta okkur máli …Í ALVÖRU!

Fallback alt

Umhverfisstefna Krónunnar

Við erum stöðugt að huga að úrbótum í okkar starfsemi til að minnka umhverfisáhrif – og trúum því að í samvinnu við viðskiptavini og þjónustuaðila getum við sífellt bætt okkur og saman byggt grænni framtíð. Hér má finna umhverfisstefnu Krónunnar:

Umhverfisstefna Krónunnar

Börn við Krónuhjólið

Sjálfbærni- og samfélagsskýrslur Krónunnar

Við viljum hafa áhrif til góðs og sýna samfélagslega ábyrgð í verki – alltaf. Í góðu samstarfi við frábært starfsfólk okkar hefur okkur tekist það saman. Það er því ekki ákveðinn starfsmaður eða deild sem sinnir samfélagslegri ábyrgð fyrir okkar hönd, heldur allt Krónuliðið sem hefur aðkomu, sem skilar sér í fjölmörgum tillögum og aðgerðum á sviði lýðheilsu og umhverfismála. Þar hefur einlægur áhugi starfsfólks sem og samtöl við allt okkar fólk, birgja og viðskiptavini leikið lykilhlutverk.

Ódýrt hilluvörur
Manneskja með Krónupoka
Skápar fyrir Snjallverslun
Fallback alt

Krónan fyrir krúttin!

Okkur þykir mjög vænt um kynslóðir framtíðarinnar og viljum að börn alist upp við gott aðgengi að hreyfingu og hollri matvöru. Við gerum ýmislegt, bæði stórt og smátt, til að styðja við hreysti og heilbrigði unga fólksins, allt frá því að bjóða upp á ókeypis ávexti fyrir börnin til að jappla á í búðarferðinni og til Krónumótanna í fótbolta þar sem sérstaklega er lagt upp úr hollustu og hreysti ungu kynslóðarinnar.

Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur