3. apríl 2023
Frá skólaverkefni yfir í svaladrykk
Krónan er stolt að kynna nýjan svaladrykk sem á uppruna sinn í skólaverkefni nemenda við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Drykkurinn LímonÆði fór í sölu í verslun Krónunnar að Akrabraut í Garðabæ þann 27. mars síðastliðinn en að baki honum standa Andrija Stojadinovic, Sigurbergur Áki Jörundsson, Rakel María Sindradóttir og Sverrir Konráð Sverrisson. Þau eru öll nemendur við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og er drykkurinn afrakstur nýsköpunaráfanga sem þau sóttu í FG. Þar var þeim gert að vinna viðskiptahugmynd frá grunni og segir Andrija, samskiptastjóri LímonÆðis, að hugmyndin þeirra hafi tekið mikilum breytingum áður en Límonæði leit loksins dagsins ljós.
Við erum mjög ánægð með að geta unnið með ungum frömuðum og hjálpað þeim að taka sín fyrstu skref á matvælamarkaði" segir Guðrún Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar. „LímonÆði fellur vel að stefnu Krónunnar um holla valkosti fyrir viðskiptavini sem og frábær leið fyrir okkur til að styðja við okkar nærsamfélag. Samstarfið við Andrija, Sigurberg, Rakel og Sverri hefur verið skemmtilegt og aðdáunarvert að sjá hvað það er mikill kraftur í frumkvöðlunum. Við hvetjum Krónuvini til að smakka Límonæði og um leið styðja við bakið á íslensku, hollu hugviti.“
Að sögn Andrija hefur salan gengið vonum framar og að ljóst sé að undirbúningsvinna frumkvöðlanna hafi skilað sínu. „Við erum gríðarlega stolt af LímonÆði og þakklát fyrir þessar frábæru viðtökur og samstarfið við Krónuna. Það er gaman að sjá hugmyndina manns verða að veruleika og enn ánægjulegra henni skuli vera jafn vel tekið og raun ber vitni. LímonÆði er sérstaklega hannað fyrir íslenskan markað og hentar öllum þeim sem vilja frískandi og um leið hollan svaladrykk,“ segir Andrija.
LímonÆði er svaladrykkur sem er unninn í samstarfið við Ægi brugghús, er ríkur af D-vítamíni, er sykurlaus og framleiddur úr ferskum sítrónum. Límonæði er sérstaklega hannað fyrir íslenska neytendur og er þegar fáanlegt í Krónunni á Akrabraut í Garðabæ.
20. ágúst 2024
Vel heppnað Drulluhlaup Krónunnar, UMFÍ og Aftureldingar fór fram í Mosfellsbæ um helgina.
19. ágúst 2024
Við bjóðum okkar viðskiptavinum upp á góða upplifun og einfalt aðgengi að lífrænum valkostum í Lindum.
8. ágúst 2024
Ein litríkasta menningarhátíð landsins, Hinsegin dagar í Reykjavík, eru haldnir dagana 6.-11. ágúst. Krónan er einn af stærstu styrktaraðilum hátíðarinnar.
1. ágúst 2024
Sólskins og Krónan hafa tekið upp milliliðalaust samstarf þar sem markmiðið er að hámarka nýtingu framleiðslunnar á Flúðum og draga úr innkaupum á erlendu grænmeti.