23. ágúst 2024
VAXA ræktar hágæða laufgrænmeti í stýrði umhverfi í Reykjavík allan sólahringinn - allt árið. VAXA kynnir nú nýjar vörur sem nú fást í Krónunni; radísu- og sólblómasprettur, sólblómasprettur, baunasprettur og grænkál.
Með nýjungum er VAXA að auka enn fremur við vöruframboð sitt af íslensku næringarríku grænmeti og samhliða lækkað kolefnisfótspor matvæla á Íslandi. VAXA leggur áherslu á ferskleika og hollustu og tryggir hágæðavörur ræktaðar á ábyrgan og sjálfbæran hátt.
Krónan var fyrst til að selja VAXA þegar þau komu á markað og höfum við verið í nánu samstarfi síðan. Við erum spennt fyrir nýjungum og hlökkum til frekara samstarfs með VAXA!
17. janúar 2025
Áttunda árið í röð eru viðskiptavinir Krónunnar þeir ánægðustu á matvörumarkaði, samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar.
8. janúar 2025
Hollusta og sjálfbærni eiga við um Krónuna allt árið. Við viljum auðvelda Krónuvinum okkar að byrja árið rétt, með réttu vöruúrvali á góðu verði.
3. janúar 2025
Á liðnu ári birtist Heillakarfan í Krónuappinu þínu og nú getur þú séð yfirlit yfir árið þitt í Heillakörfunni.
30. desember 2024
500 fjölskyldur hlutu matarúthlutun úr Jólastyrk Krónunnar.