
11. september 2023
Krúttlegasta Krónumótið haldið í fimmta sinn
Það var mikið fjör á sunnudaginn þegar Krúttlegasta Krónumótið fór fram í fimmta skiptið í samvinnu við hjólafélagið Tind ásamt Hjólaskólanum. Um 300 kátir krakkar á aldrinum þriggja til tólf ára spændu um brautirnar í Öskjuhlíðinni og stóðu sig ótrúlega vel.
Yngstu hjólakrúttin eru frá tveggja ára aldri og kepptu á sparkhjólum, en 6-12 ára hjóluðu tveggja til þriggja kílómetra langa hringi í Öskjuhlíðinni, og voru hringirnir mismargir eftir aldurshópum.
Krónuhjólið var að sjálfsögðu á sínum stað með fullt af ferskum ávöxtum og smoothie fyrir þátttakendur og aðstandendur. Takk allir sem mættu og tóku þátt í þessum skemmtilega viðburði með okkur. Sjáumst að ári!


27. nóvember 2023
Söfnun fyrir jólastyrk Krónunnar er hafin.

21. nóvember 2023
Dagana 18.-24. nóvember er Nýtnivikan, en hún er samevrópskt átak sem hvetur fólk til að draga úr óþarfa neyslu. Yfirskrift vikunnar í ár er Höfum það umbúðalaust, en markmiðið er að fá sem flesta í samfélaginu til að draga úr notkun einnota umbúða.

26. október 2023
Á hverju ári virðist hrekkjavakan ryðja sér frekar til rúms hérlendis en Krónan tekur þátt í gleðinni með tilheyrandi stemningu í verslunum og góðu vöruúrvali. Við viljum minna Krónuvini okkar á nokkur atriði sem gott er að hafa í huga fyrir og á meðan Hrekkjavöku stendur.

29. september 2023
Að sporna gegn matarsóun er eitt mikilvægasta skrefið sem við í Krónunni tökum með tilliti til umhverfisverndarsjónarmiða.

26. september 2023
Ótrúlega gaman að taka á móti öllum okkar frábæru viðskiptavinum um helgina þegar við enduropnuðum Krónuna á Granda.

1. september 2023
Allt frá karamellupoppi til sítrónukáls yfir í viskísinnep og súkkulaðibombur. Í Matarbúrinu má finna einstakt hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum sem kemur beint frá býli, borg eða bæ. Á morgun, 2. september, hefst Matarbúrið í stærstu verslunum Krónunnar.