© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is
© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is
7. febrúar 2020
Krónan hefur hafið samstarf við Pure North til að tryggja að allt það plast sem fellur til í rekstri fyrirtækisins verði endurunnið. Tilgangur samstarfsins er að enduvinna plast á sem umhverfisvænastan hátt í samræmi við átaksverkefnið Þjóðþrif.
TÖKUM ÁBYRGÐ
ENDURVINNUM PLAST Á ÍSLANDI OG FÆKKUM UM LEIÐ SÓTSPORUM. HRINGRÁSARHAGKERFIÐ.
Krónan er með í Þjóðþrifum!
Þjóðþrif er átaksverkefni til að vekja athygli á nauðsyn þess að Íslendingar sem þjóð taki ábyrgð á eigin endurvinnslu og tryggi að endurnýtanleg hráefni verði hluti af hringrásarhagkerfi plasts
Verkefnið eflir samfélagslega ábyrgð, fellur inn í hringrásarhagkerfið og tryggir, með vottuðu ferli, að plastefni séu í raun endurunnin og þ.a.l. ekki urðuð, brennd eða send óunnin til annara landa.
Verkefnið Þjóðþrif er unnið í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna í loftslagsmálum og áætlun ríksstjórnar Íslands í loftlagsmálum og fellur jafnframt inn í markmið Íslands í málefnum plasts.
Pure North er eina fyrirtækið á Íslandi sem endurvinnur plast og veitir fyrirtækjum vottun um lokafarsa úrgangs (end of waste). Með því að tryggja að plastefni séu endurunnin að fullu hér á landi, ásamt því að tryggja að flutningsleiðir milli uppruna hráefna og endurvinnslu séu sem stystar, fækkar sótsporum og urðun minnkar.
Pure North endurvinnur plast með umhverfisvænum orkugjöfum og er jarðvarminn þar í aðalhlutverki. Í endurvinnslunni er óhreinum plastúrgangi breytt í plastpallettur sem seldar eru til framleiðslu á nýjum plastvörum hér á landi og erlendis. Pure North vinnur með leiðandi fyrirtækjum í umhverfismálum og fyrirmyndum annarra.
21. október 2025
Nú hafa Frískleikarnir poppað upp í Krónunni Flatahrauni.
20. október 2025
35 keppendur tóku þátt í Skelfikerinu í ár og skiluðu inn glæsilegum graskerum sem vöktu gríðarlega lukku meðal viðskiptavina Krónunnar um helgina. Graskerin voru hvert öðru flottara og keppnin var því gríðarlega hörð líkt og í fyrra.
16. október 2025
Við erum stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki, í úttekt Keldunnar og Viðskiptablaðsins.
13. október 2025
Samstarfsverkefni Krónunnar og Samtaka smáframleiðenda matvæla hefur verið haldið árlega frá árinu 2020.
13. október 2025
Krónan hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í fimmta sinn, við athöfn sem haldin var föstudaginn 10. október sl.
9. október 2025
Krónan býður viðskiptavinum að styrkja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi við innkaup í verslunum sínum næstu daga. Krónan jafnar hvert framlag. Nú þegar hillir undir von um frið skiptir hver mínúta máli og því blæs UNICEF á Íslandi til sóknar í neyðarsöfnun sinni fyrir börn á Gaza.