19. júní 2025
Bergið Headspace hlýtur 1,5 milljón frá Krónunni og viðskiptavinum
Viðskiptavinir Krónunnar söfnuðu 750 þúsundum krónum í söfnun fyrir stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið Headspace sem fór fram í verslunum Krónunnar dagana 28. og 29. maí. Þá bauðst viðskiptavinum Krónunnar að bæta 500 krónum eða meira við innkaup sín í lokaskrefi greiðslu á sjálfsafgreiðslukössum verslana um allt land. Krónan jafnaði framlag viðskiptavina og hlýtur Bergið því 1,5 milljón krónur sem renna óskertar í starf Bergsins sem miðar að því að veita ungmennum á aldrinum 12 til 25 ára fría ráðgjöf og aðstoð til að bæta líðan og auka virkni þeirra í samfélaginu. Söfnunin var tilkomin vegna ísfötuáskorunar á TikTok sem var ætlað að minna á mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu.
Um Bergið Headspace
Bergið Headspace hefur frá árinu 2019 veitt ungmennum á aldrinum 12 til 25 ára ókeypis ráðgjöf án tilvísunar. Um er að ræða svokallaða lágþröskuldaþjónustu þar sem stuðningur, ráðgjöf og fræðsla er veitt á forsendum unga fólksins. Ráðgjöfin nær til málefna eins og geðheilsu, náms, sjálfsmyndar og félagslegra tengsla. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem óskar eftir aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu.
9. október 2025
Krónan býður viðskiptavinum að styrkja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi við innkaup í verslunum sínum næstu daga. Krónan jafnar hvert framlag. Nú þegar hillir undir von um frið skiptir hver mínúta máli og því blæs UNICEF á Íslandi til sóknar í neyðarsöfnun sinni fyrir börn á Gaza.
6. október 2025
Þá er uppáhalds Bændamarkaðurinn okkar búinn í bili Fimm helgar, 26 verslanir og um 145 tonn seld af umbúðarlausu, íslensku grænmeti - beint frá bónda!
8. september 2025
Það var sannkölluð gleðisprengja þegar Krónuhjólamót Tinds og Hjólaskólans fór fram við Perluna á sl. laugardag!🎉
27. ágúst 2025
Krónan hefur tekið höndum saman við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Pikkoló um afhendingu netpantana í kældum afhendingarstöðvum Pikkoló á höfuðborgarsvæðinu.
© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is