13. október 2025
Krónan hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025
Krónan hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar við athöfn sem haldin var föstudaginn 10. október sl. Um 130 fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir að hafa náð markmiði um jöfn kynjahlutföll í efsta lagi stjórnunar. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) og var viðurkenningin veitt í sjöunda sinn.
Við erum mjög stolt og þakklát fyrir að hafa hlotið þessa viðurkenningu í fimmta sinn, en jafnrétti er okkur mjög mikilvægt!🙏
Líkt og fyrri ár hlaut móðurfélagið okkar Festi og systurfélögin Elko, Lyfja, N1 og Bakkinn Vöruhús einnig viðurkenninguna. Við óskum þeim og sem öllum fyrirtækjum sem hlutu viðurkenningu innilega til hamingju!💛
9. október 2025
Krónan styrkir söfnun UNICEF fyrir börn á Gaza
Krónan býður viðskiptavinum að styrkja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi við innkaup í verslunum sínum næstu daga. Krónan jafnar hvert framlag. Nú þegar hillir undir von um frið skiptir hver mínúta máli og því blæs UNICEF á Íslandi til sóknar í neyðarsöfnun sinni fyrir börn á Gaza....
6. október 2025
Þá er uppáhalds Bændamarkaðurinn okkar búinn í bili Fimm helgar, 26 verslanir og um 145 tonn seld af umbúðarlausu, íslensku grænmeti - beint frá bónda!
8. september 2025
Það var sannkölluð gleðisprengja þegar Krónuhjólamót Tinds og Hjólaskólans fór fram við Perluna á sl. laugardag!🎉
27. ágúst 2025
Krónan hefur tekið höndum saman við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Pikkoló um afhendingu netpantana í kældum afhendingarstöðvum Pikkoló á höfuðborgarsvæðinu.
26. ágúst 2025
Um helgina opnuðum við nýja og glæsilega Krónuverslun á Fitjabraut 5.
© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is