Skannað og skundað
Skannað og skundað

Engin röð, bara fjör!

Með Skannað og skundað lausninni í Snjallverslunar appinu getur þú verslað vörur með því að skanna þær úr hillu og setja beint í körfuna þína, jú eða bara beint í pokann. Greiðir í appinu, skannar QR kóða af skjánum þínum undir spjaldtölvu á sjálfsafgreiðslusvæði og skundar svo út í daginn!

Skannað og skundað er í boði í öllum Krónuverslunum.

Vertu memm!

Skanna sig út

Gott að græja áður en mætt er í verslun:

1. Sækja Snjallverslunarappið eða uppfæra í nýjustu útgáfu:

2. Opna Skannað & skundað í appinu og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum

3. Skrá greiðslukortaupplýsingar

4. Ísí písi… þá geturðu byrjað að Skanna og skunda!

Ávextir og grænmeti

Ávextir og grænmeti

Það er erfitt að skanna inn banana, perur eða lauk! Smelltu á gula ávaxta- og grænmetistakkann og bættu holla stöffinu við í körfuna. Ávextir og grænmeti er selt í stykkjatali, fyrir utan örfáar vörur sem auðvelt er að vigta á svæðinu og bæta svo við körfuna í Skannað og skundað.

Skundalistinn

Skundalistinn

Ertu að vinna með innkaupalistann í Notes eða öðru textaforriti í símanum? Prófaðu að afrita og líma (kópí peist) yfir í Skundalistann og notaðu hann síðan í næstu búðarferð.

Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur