19. júní 2025
Halló Egilsstaður, Fellabær og Seyðisfjörður!
Krónan hefur útvíkkað heimsendingarþjónustu sína á Austurlandi og býður nú upp á sendingar úr verslun sinni á Reyðarfirði til viðskiptavina á Egilsstöðum, í Fellabæ og á Seyðisfirði. Þjónustan, sem hingað til hefur náð til helstu þéttbýlisstaða í Fjarðabyggð, nær nú til stærsta hluta Mið-Austurlands.
Framvegis verður keyrt með pantanir fimm sinnum í viku á Hérað og einu sinni í viku til Seyðisfjarðar. Pantanir eru afgreiddar úr verslun Krónunnar á Reyðarfirði, líkt og áður hefur verið gert fyrir íbúa á Eskifirði, Norðfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík.
Krónan er eina lágvöruverðsverslunin á Austfjörðum sem býður upp á þessa þjónustu en í þessum þremur bæjarfélögum búa um 3.700 manns. Þjónustan sparar tíma, dregur úr akstri og auðveldar bæði einstaklingum og fyrirtækjum að nýta sér hagkvæm innkaup með afhendingu heim að dyrum.
María Guðrún Jósepsdóttir, verslunarstjóri Krónunnar á Reyðarfirði, segir afar jákvæð viðbrögð hafa borist við þjónustunni. „Við hlökkum til að þjónusta íbúa svæðisins enn betur í gegnum snjallverslunina okkar og vonumst til að heimsendingin verði kærkomin viðbót við daglegt líf fólks,“ bætir María við.
9. október 2025
Krónan býður viðskiptavinum að styrkja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi við innkaup í verslunum sínum næstu daga. Krónan jafnar hvert framlag. Nú þegar hillir undir von um frið skiptir hver mínúta máli og því blæs UNICEF á Íslandi til sóknar í neyðarsöfnun sinni fyrir börn á Gaza.
6. október 2025
Þá er uppáhalds Bændamarkaðurinn okkar búinn í bili Fimm helgar, 26 verslanir og um 145 tonn seld af umbúðarlausu, íslensku grænmeti - beint frá bónda!
8. september 2025
Það var sannkölluð gleðisprengja þegar Krónuhjólamót Tinds og Hjólaskólans fór fram við Perluna á sl. laugardag!🎉
27. ágúst 2025
Krónan hefur tekið höndum saman við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Pikkoló um afhendingu netpantana í kældum afhendingarstöðvum Pikkoló á höfuðborgarsvæðinu.
© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is