1. nóvember 2024
Heillakarfan hlýtur hvatningarverðlaun CreditInfo og Festu!
Rétt í þessu var verkefnið okkar, Heillakarfan, að vinna Hvatningarverðlaun CreditInfo og Festu fyrir framúrskarandi sjálfbærni og nýsköpun.
Markmið Heillakörfunnar er að skapa jákvæðar venjur í daglegum innkaupum og gefa neytendum yfirsýn yfir vörur sem við teljum þeim og umhverfinu til heilla. Litlar ákvarðanir geta haft mikil áhrif og með Heillakörfunni hjálpum við viðskiptavinum okkar að taka upplýstar ákvarðanir.
Heillakörfuna unnum við í nánu samstarfi með Metall hönnunarstofu en hana finnur þú á þínum síðum í Krónuappinu!
Við erum í skýjunum með viðurkenninguna og hlökkum til að taka verkefnið enn lengra með Krónuvinum. Takk fyrir okkur!
17. janúar 2025
Áttunda árið í röð eru viðskiptavinir Krónunnar þeir ánægðustu á matvörumarkaði, samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar.
8. janúar 2025
Hollusta og sjálfbærni eiga við um Krónuna allt árið. Við viljum auðvelda Krónuvinum okkar að byrja árið rétt, með réttu vöruúrvali á góðu verði.
3. janúar 2025
Á liðnu ári birtist Heillakarfan í Krónuappinu þínu og nú getur þú séð yfirlit yfir árið þitt í Heillakörfunni.
30. desember 2024
500 fjölskyldur hlutu matarúthlutun úr Jólastyrk Krónunnar.