
4. apríl 2025
Monday Haircare kemur til Krónunnar
Hið vinsæla og margverðlaunaða hárvörumerki Monday Haircare er nú loksins fáanlegt á Íslandi en Krónan er að hefja sölu á merkinu.
Monday Haircare var stofnað af frumkvöðlinum Jaimee Lupton, sem hefur skapað sér nafn í snyrtivöruheiminum með áhrifaríkum og aðgengilegum fegurðarvörum. Auk Monday Haircare hefur hún komið að stofnun annarra vinsælla snyrtivörurmerkja. Monday Haircare hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir gæði, umhverfisvæna nálgun og frábæra hönnun.
Merkið hefur einnig slegið í gegn á samfélagsmiðlum og er gríðarlega vinsælt á TikTok, þar sem notendur dásama vörurnar fyrir gæði og frábæran árangur. Myllumerkið #MondayHaircare hefur safnað milljónum áhorfa og vörurnar hafa reglulega farið í viral dreifingu.
19. júní 2025
Bergið Headspace miðar að því að veita ungmennum á aldrinum 12 til 25 ára fría ráðgjöf og aðstoð til að bæta líðan og auka virkni þeirra í samfélaginu.
19. júní 2025
Krónan gefur í á Vesturlandi.
19. júní 2025
Heimsendingarþjónusta Krónunnar hefur nú útvíkkað um Austurland.