13. september 2024
Krónan hlaut í morgun viðurkenningu Sjálfbærniássins í hópi matvöruverslana en þetta er í fyrsta skipti sem viðurkenningin er veitt. Sjálfbærniásinn mælir viðhorf íslenskra neytenda til frammistöðu fyrirtækja og stofanana í sjálfbærnimálum og það eru Prósent, Langbrók og Stjórnvísi sem standa að mælikvarðanum.
Markmið Sjálfbærniássins er að veita hlutlausar og samanburðarhæfar upplýsingar um viðhorf almennings til þess hvernig íslensk fyrirtæki standa sig í sjálfbærnimálum. Mælikvarðinn mælir þá 4 þætti sem The World Economic Forum telja að muni leiða heiminn á sjálfbærari stað: plánetan (e.planet), hagsæld (e.prosperity), fólk (e.people) og stjórnarhættir (e.governance).
Við hjá Krónunni erum stolt og þakklát, en viðurkenningin er okkur sérstaklega dýrmæt þar hún hún byggir á viðhorfi neytenda. Takk fyrir okkur!
17. janúar 2025
Áttunda árið í röð eru viðskiptavinir Krónunnar þeir ánægðustu á matvörumarkaði, samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar.
8. janúar 2025
Hollusta og sjálfbærni eiga við um Krónuna allt árið. Við viljum auðvelda Krónuvinum okkar að byrja árið rétt, með réttu vöruúrvali á góðu verði.
3. janúar 2025
Á liðnu ári birtist Heillakarfan í Krónuappinu þínu og nú getur þú séð yfirlit yfir árið þitt í Heillakörfunni.
30. desember 2024
500 fjölskyldur hlutu matarúthlutun úr Jólastyrk Krónunnar.