
fyrir
6
Eldunartími
45 mín.
Undirbúa
720 mín.
Samtals:
765 mín.
Innihald:
400 g hveiti
1 tsk. salt
1 tsk. þurrger
3 ½ dl vatn, ylvolgt
50 g svartar ólífur
50 g grænar ólífur
4 msk. sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
1 lítil krukka salatostur
flögusalt
Leiðbeiningar
Í samstarfi við Gestgjafann. Uppskrift: Sólveig Jónsdóttir. Mynd: Gunnar Bjarki
Blandið hveiti, salti og þurrgeri saman í skál ásamt vatninu.
Vinnið deigið saman með sleikju.
Skerið ólífurnar í tvennt og bætið út í deigið ásamt sólþurrkuðum tómötum og salatosti (sleppið olíunni).
Blandið vel saman áður en klútur er settur yfir skálina og deigið látið hefast í 12-18 tíma við stofuhita.
Hitið ofninn í 230°C.
Þegar ofninn er orðinn heitur, takið þá steypujárnspott með loki og setjið í ofninn í 30 mínútur.
Stráið dálitlu hveiti á borðflöt, hvolfið deiginu úr skálinn og mótið það lauslega í kúlu.
Takið pottinn úr ofninum, setjið bökunarpappír í hann, látið deigið í pottinn og lokið ofan á.
Bakið í 30 mín. Takið þá lokið af pottinum og bakið áfram í 15 mín.
Látið brauðið kólna dálítið í pottinum áður en það er fært yfir á grind.
Þetta brauð er best nýbakað með smjöri.

Grön Balance hveiti
1 kg. - 339 kr. Stk.

Gestus þurrger
1 stk. - 50 kr. Stk.

Dala salatostur ...
150 gr. - 399 kr. Stk.

Figaro svartar ...
240 gr. - 329 kr. Stk.

Figaro grænar ó ...
240 gr. - 329 kr. Stk.

Gestus sólþurrk ...
290 gr. - 575 kr. Stk.

Prima borðsalt
100 gr. - 329 kr. Stk.

Smjörvi klassís ...
400 gr. - 720 kr. Stk.
Samtals: