Krónan í 25 ár
1999

Kaupfélag Árnesinga og Nóatun stofna Kaupás, sem hefur starfsemi 1. janúar 1999, og opna lágvöruverðsverslunina "Kostakaup" á Selfossi sama ár.
2000

Kaupás opnar fyrstu verslanir Krónunnar 8. desember 2000 - Skeifan, Hringbraut, Hvaleyrarbraut og Selfoss.
2002

Fimmta Krónuverslunin opnar í febrúar 2002. Opið 12:00-17:00 alla daga fyrst um sinn! 🕔
2003

Krónar opnar í Háholti í Mosfellsbæ og eru verslanirnar nú átta talsins: Skeifan, við JL-húsið, Dalshrauni og Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, Eyjar, Selfoss og á Höfn í Hornafirði.

Krónar opnar stærstu verslun sína til þessa á Bíldshöfða. Allir viðskiptavinir fá frítt Krónubrauð að því tilefni! 🥖

Krónukallinn hefur fengið nokkrar andlitslyftingar í gegnum tíðina og hér má sjá þá fyrstu!
2005

Krónan opnar í verslunarmiðstöðinni Molanum á Reyðarfirði. Fjölbreytt úrval af matvöru og búsáhöldum ásamt sjálfsafgreiðslubakaríi! 🥨

Það er líf og fjör á lágvöruverðsmarkaði og mjólkurlíterinn seldur á 1. kr. í verslunum.
2006

Krónan Mosfellsbæ færir sig um set í Háholti og opnar verslun með áherslu á ávaxta- og grænmetisdeild og lífrænar heilsuvörur.

Krónan opnar verslun í Skaganum, nýrri verslunarmiðstöð á Dalbraut, Akranesi. Salatbar, heilsuvörudeild og heitur heimilismatur í hádegi og á kvöldin! 🥗
2007

Krónan var fyrsta matvöruverslun landsins til að innleiða sjálfsafgreiðslukassa.

Viðskiptaráðherra aðstoðar við að klippa á borðann þegar Krónan Granda opnar 1. ágúst 2007. Stór grænmetisdeild, 20 metra langt kjötborð og alls 7.000 vörunúmer prýða verslunina.

Ferskir vindar blása og Krónukallinn er orðinn ennþá brosmildari ef eitthvað er!
2008

Krónan opnar í Lindum ásamt ELKO og Intersport, og saman mynda þær stærsta verslanakjarna landsins!
2009

Verslunin á Selfossi færir sig um set.
2013
2015

Krónan byrjar að bjóða upp á fría ávexti fyrir yngstu gestina á meðan þeir eldri versla. 🍎
2016

Hafnfirðingar fjölmenna á Flatahraun!

Verkefnið „Síðasti séns – minnkum matarsóun“ hefst árið 2016 og tekst okkur að minnka matarsóun um rúmlega helming fyrsta árið.
2017

Verslun á Vík opnar undir merkjum "Kr. Vík". Hún fær svo heitið "Krónan Vík" árið 2022.
2018

Krónan hlýtur Íslensku ánægjuvogina í fyrsta sinn.🙌

Barnakór tekur lagið þegar verslunin á Hvolsvelli opnar í apríl 2018.

Verslun á Þorlákshöfn opnar undir merkjum Kr. Hún var endurskírð "Krónan Þorlákshöfn" árið 2022.

Mætt í Garðabæ 🍉
2019
2020

Krónan opnar fyrstu lágvörusnjallverslunina!

Uppbygging er í blússandi gangi og þrjár nýjar verslanir opna - Norðurhella, Hallveigarstígur og Austurver.
2021
2022

Krónan Akureyri opnar með pompi og pragt síðla árs 2022.

Krónan Borgartúni opnar vorið 2022.

Krónan og ELKO nýjar verslanir í Skeifunni 19, þar sem Myllan var áður til húsa.
2023

Krónan hýtur viðurkenningu sem besta íslenska vörumerkið á einstaklingsmarkaði með 50 starfsmenn eða fleiri.