Krónan í 25 ár

1999

Kostakaup stofnað
Lágvöruverðsverslun verður til!

Kaupfélag Árnesinga og Nóatun stofna Kaupás, sem hefur starfsemi 1. janúar 1999, og opna lágvöruverðsverslunina "Kostakaup" á Selfossi sama ár.

2000

Fallback alt
Krónan opnar fjórar verslanir

Kaupás opnar fyrstu verslanir Krónunnar 8. desember 2000 - Skeifan, Hringbraut, Hvaleyrarbraut og Selfoss.

2002

Krónan Vestmannaeyjum
Krónan Vestmannaeyjum opnar

Fimmta Krónuverslunin opnar í febrúar 2002. Opið 12:00-17:00 alla daga fyrst um sinn! 🕔

2003

Krónan Mosfellsbær
Krónan Mosfellsbæ opnar

Krónar opnar í Háholti í Mosfellsbæ og eru verslanirnar nú átta talsins: Skeifan, við JL-húsið, Dalshrauni og Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, Eyjar, Selfoss og á Höfn í Hornafirði.

Krónan Bíldshöfða
Krónan Bíldshöfða opnar

Krónar opnar stærstu verslun sína til þessa á Bíldshöfða. Allir viðskiptavinir fá frítt Krónubrauð að því tilefni! 🥖

Fallback alt
Nýr Krónukall!

Krónukallinn hefur fengið nokkrar andlitslyftingar í gegnum tíðina og hér má sjá þá fyrstu!

2005

Krónan Reyðarfirði
Austurlandið kallar! 💛

Krónan opnar í verslunarmiðstöðinni Molanum á Reyðarfirði. Fjölbreytt úrval af matvöru og búsáhöldum ásamt sjálfsafgreiðslubakaríi! 🥨

Mjólkurstríð
Mjólkurlíterinn á 1. kr.!

Það er líf og fjör á lágvöruverðsmarkaði og mjólkurlíterinn seldur á 1. kr. í verslunum.

2006

Verslun stækkar í Mosfellsbæ
Krónan Mos stækkar!

Krónan Mosfellsbæ færir sig um set í Háholti og opnar verslun með áherslu á ávaxta- og grænmetisdeild og lífrænar heilsuvörur.

Krónan Akranes
Krónan Akranesi opnar

Krónan opnar verslun í Skaganum, nýrri verslunarmiðstöð á Dalbraut, Akranesi. Salatbar, heilsuvörudeild og heitur heimilismatur í hádegi og á kvöldin! 🥗

2007

Sjálfsafgreiðsla
Fyrstu sjálfsafgreiðslukassarnir

Krónan var fyrsta matvöruverslun landsins til að innleiða sjálfsafgreiðslukassa.

Grandi opnar
Krónan Granda opnar

Viðskiptaráðherra aðstoðar við að klippa á borðann þegar Krónan Granda opnar 1. ágúst 2007. Stór grænmetisdeild, 20 metra langt kjötborð og alls 7.000 vörunúmer prýða verslunina.

Fallback alt
Krónukall í takt við tímann!

Ferskir vindar blása og Krónukallinn er orðinn ennþá brosmildari ef eitthvað er!

2008

Fallback alt
Stærsta lágvöruverðsverslun landsins í Lindum

Krónan opnar í Lindum ásamt ELKO og Intersport, og saman mynda þær stærsta verslanakjarna landsins!

2009

Selfoss ný staðsetning
Krónan í Kjarnann á Selfossi 🍊

Verslunin á Selfossi færir sig um set.

2013

Fallback alt
Krónu Appið 💛

Frumútgáfa af Krónuappinu lítur dagsins ljós haustið 2013. Óhætt er að segja að stafræni heimurinn hafi tekið töluverðum breytingum síðan þá!

Vallakór opnar
Krónan Vallakór opnar

Glæsileg verslun í efri byggðum Kópavogs!

2015

Fallback alt
Biti fyrir börnin!

Krónan byrjar að bjóða upp á fría ávexti fyrir yngstu gestina á meðan þeir eldri versla. 🍎

Fallback alt
Hollusta og sjálfbærni

Meiri áhersla er lögð á hollara vöruúrval og hætt að selja sælgæti við kassasvæði. Ákvörðun tekin um að hætta að selja búrhænuegg, sem raungerist rúmu ári síðar eftir breytingarferli framleiðenda.

2016

Fallback alt
Krónan Flatahrauni opnar

Hafnfirðingar fjölmenna á Flatahraun!

Fallback alt
Minnkum matarsóun

Verkefnið „Síðasti séns – minnkum matarsóun“ hefst árið 2016 og tekst okkur að minnka matarsóun um rúmlega helming fyrsta árið.

2017

Fallback alt
Kr. Vík opnar

Verslun á Vík opnar undir merkjum "Kr. Vík". Hún fær svo heitið "Krónan Vík" árið 2022.

2018

Fallback alt
Ánægðustu viðskiptavinir á matvörumarkaði

Krónan hlýtur Íslensku ánægjuvogina í fyrsta sinn.🙌

Fallback alt
Krónan opnar á Hvolsvelli

Barnakór tekur lagið þegar verslunin á Hvolsvelli opnar í apríl 2018.

Fallback alt
Kr. Þorlákshöfn opnar

Verslun á Þorlákshöfn opnar undir merkjum Kr. Hún var endurskírð "Krónan Þorlákshöfn" árið 2022.

Fallback alt
Krónan opnar á Akrabraut

Mætt í Garðabæ 🍉

2019

Fyrsta samfélagsskýrslan
Fyrsta samfélagsskýrsla Krónunnar kemur út!

Samfélagsskýrslan kemur út árlega og undirstrikar áherslur okkar í umhverfis- og sjálfbærnimálum og hjálpar okkur að mæla árangur af aðgerðum.

2020

Snjallverslun opnar
Snjallverslun í loftið

Krónan opnar fyrstu lágvörusnjallverslunina!

Fallback alt
Þrjár nýjar verslanir

Uppbygging er í blússandi gangi og þrjár nýjar verslanir opna - Norðurhella, Hallveigarstígur og Austurver.

2021

Fallback alt
Engin röð, bara fjör!

Sjálfsafgreiðslulausnin Skannað og skundað opnar í Lindum. Fleiri verslanir fylgja í kjölfarið næstu vikur og mánuði.

Fallback alt
Allt plast úr rekstrinum endurunnið

Krónan hefur samstarf við Pure North til að tryggja að allt það plast sem fellur til í rekstri fyrirtækisins verði endurunnið

2022

Krónan Akureyri
Halló Akureyri!

Krónan Akureyri opnar með pompi og pragt síðla árs 2022.

Borgartún
Búð í Borgartúni!

Krónan Borgartúni opnar vorið 2022.

Skeifan opnar
Stemning í Skeifunni

Krónan og ELKO nýjar verslanir í Skeifunni 19, þar sem Myllan var áður til húsa.

Fallback alt
Þurrvörubar opnar í Skeifunni

Þurrvörubarinn er viðbót inn í umbúðalausar lausnir Krónunnar þar sem markmiðið er að styðja enn betur við vistvænni neysluhætti viðskiptavina. 

2023

Fallback alt
Besta íslenska vörumerkið

Krónan hýtur viðurkenningu sem besta íslenska vörumerkið á einstaklingsmarkaði með 50 starfsmenn eða fleiri.

2024

Fallback alt
Besta fjárfesting í hönnun

Krónan hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 og er til fyrirmyndar í margvíslegu samstarfi sínu við hönnuði, þar sem rauði þráðurinn er aukin umhverfisvitund og sjálfbærni.