
fyrir
6
Eldunartími
150 mín.
Undirbúa
180 mín.
Samtals:
330 mín.
Innihald:
1,5 kg saltkjöt
3 lárviðarlauf
1 tsk svört piparkorn
1 laukur, skorinn í tvennt
Súpan:
500 g gular hálfbaunir (látnar liggja í bleyti yfir nótt)
300 g gulrætur, skornar í bita
1 laukur, saxaður
200 g beikon, skorið í bita
3 lárviðarlauf
1 msk piparkorn
1 msk timian
1-2 rófur
3-4 kartöflur
Leiðbeiningar
Saltkjöt
Setjið saltkjötið í stóran pott og látið vatn fljóta vel yfir. Hitið að suðu og takið frá alla froðu sem myndast.
Þegar suðan er komin upp lækkið þið hitann og bætið lárviðarlaufum, lauk og piparkornum saman við.
Látið kjötið malla í 2 klst við vægan hita.
Súpan
Látið baunirnar liggja í bleyti yfir nótt. Skolið vatnið frá og látið baunirnar í stóran pott. Hellið köldu vatni yfir og látið magnið vera tvöfalt á við baunirnar. Hitið við vægan hita og takið alla froðu sem kemur á yfirborðið. Látið malla í klukkustund eða þar til baunirnar eru farnar að maukast
Bætið beikoni, gulrótum, lauk, lárviðarlauf, timian og pipar saman við
Ausið soði frá saltkjötinu saman við súpuna og smakkið til.
Látið malla í tæpa klukkustund eða þar til grænmetið er farið að mýkjast
Afhýðið kartöflur og rófur og sjóðið í sér potti.
Berið kjötið fram með súpunni eða skerið í bita og bætið saman við.
Bætið einnig rófum og kartöflum út í súpuna.

Goða Blandað Sa ...
ca. 1600 gr. - 2299 kr. / kg - 3.678 kr. stk.

Flóru Lárviðarlauf
15 gr. - 10000 kr. / kg - 150 kr. stk.

Prima Svört Pip ...
40 gr. - 11975 kr. / kg - 479 kr. stk.

Laukur
ca. 167 gr. - 139 kr. / kg - 23 kr. stk.

Jackrabbit Gula ...
453 gr. - 695 kr. / kg - 315 kr. stk.

Gulrætur 500gr
500 gr. - 700 kr. / kg - 350 kr. stk.

Ódýrt Beikon
375 gr. - 2397 kr. / kg - 899 kr. stk.

Prima Timían
20 gr. - 14950 kr. / kg - 299 kr. stk.

Þykkvabæjar Gul ...
1 kg. - 548 kr. / kg - 548 kr. stk.

Rófur
ca. 400 gr. - 496 kr. / kg - 198 kr. stk.
Til að skoða vörur í Snjallverslun