Rúllubrauð með reyktum laxi

fyrir

8

Eldunartími

30 mín.

Undirbúa

15 mín.

Samtals:

45 mín.

Rúllubrauð með reyktum laxi

Innihald:

Blanda

4 harðsoðin egg, smátt söxuð

200 g af reyktum laxi

1 tsk. hunangssinnep

2 dl majónes

4 msk. 36% sýrður rjómi

Svartur pipar

4 msk ferskt dill, smátt saxað

Rifinn börkur af 1 sítrónu

Brauðrúlla

1 rúllutertubrauð

1 msk. majónes

1 msk. 36% sýrður rjómi

Leiðbeiningar

1

Blandið öllu vel saman og kælið í um 30 mínútur.

2

Hrærið majónes og sýrðan rjóma saman og setjið til hliðar. Rúllið brauðinu út og jafnið salatinu yfir það.

3

Rúllið því varlega upp aftur og jafnið majónesblöndunni yfir brauðið allt.

4

Skreytið rúllubrauðið til dæmis með spírum, sítrónu og fersku dilli.

Vörur í uppskrift

Til að skoða vörur í Snjallverslun