
fyrir
2
Eldunartími
10 mín.
Undirbúa
10 mín.
Samtals:
20 mín.
Innihald:
• Tvær þykkar súrdeigsbrauðssneiðar eða annað gott brauð
• 1 egg
• 2 msk Antos grísk jógúrt
• 1 tsk kanill
• 2 msk hlynsíróp
• 7-9 hindber
• 3 stór jarðaber
Leiðbeiningar
Aðferð
Ljúffengt ofnbakað brauð fyllt með grísku jógúrti, eggi, kanil, hlynsírópi og ferskum berjum. Namminamm! Þetta er alveg dásamlega gott í brönsinn
Skerið brauðið í þykkar sneiðar.
Pressið í miðjuna með skeið eða litlu desilítra máli og myndið skál (eða dæld) í brauðsneiðarnar.
Hrærið eggið saman við gríska jógúrt, kanil og hlynsíróp. Blandið öllu vel saman.
Hellið ofan í brauðið.
Skerið berin smátt og dreifið ofan í eggjablönduna.
Bakið í ofni í 12-15 mínútur við 180°C.
Stráið flórsykur yfir í gegnum sigti og berið fram með meira sírópi. Mmmm… og njótið vel.

Gæðabakstur Súr ...
600 gr. - 999 kr. Stk.

Stjörnuegg stór ...
405 gr. - 465 kr. Stk.

Gestus grísk jó ...
1 kg. - 829 kr. Stk.

Flóru kanill
70 gr. - 255 kr. Stk.

Grön Balance hl ...
250 ml. - 799 kr. Stk.

Driscolls hindber
170 gr. - 789 kr. Stk.

Berry World Jar ...
400 gr. - 1.298 kr. Stk.
Samtals: