Humar Takkó

fyrir

4

Eldunartími

20 mín.

Undirbúa

15 mín.

Samtals:

35 mín.

Humar Takkó

Innihald:

1 pakki stökkir humarhalar frá Fiskverzlun Hafliða

2 pakki takkó kökur

1 krukka salsa verde

1 búnt ferskur kóríander

3 stk lime

2-4 stk avókadó

2½ rauðlaukur

1-2 stk hvítlauksrif, rifin eða pressuð

150 ml rauðvínsedik, má nota annað edik

150 ml vatn

1 msk hunang

Salt, eftir smekk

Leiðbeiningar

Takkó

1

Eldið humarinn eftir leiðbeiningum á umbúðum.

2

Hitið taco kökurnar á pönnu eða í ofni. Gott að halda heitum í hreinu viskastykki.

3

Sneiðið lime og saxið kóríander.

4

Berið fram með salsa, gucamole, pikkluðum rauðlauk, lime og kóríander.

Guacamole

1

Hvítlaukur rifinn eða pressaður, blandið við stappað avókadó.

2

Saxið rauðlaukur og koriander, bætið út í.

3

Kreistið limesafa yfir og saltið eftir smekk. Blandið vel.

Pikklaður rauðlaukur

1

Rauðlaukur sneiddur mjög þunnt. Best að skera frá rót til topps, fyrir mildara bragð.

2

Rauðvínsedik, vatn, hunang og salt sett í pott hitað upp að suðu.

3

Hellið yfir laukinn í hitaþolnu íláti. Blandið og leyfið að standa í lámark 10 mín. Helst í 1-2 tíma.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima

Til að skoða vörur í Snjallverslun