
fyrir
4
Eldunartími
12 mín.
Undirbúa
15 mín.
Samtals:
27 mín.
Innihald:
Fyrir fjóra
• 1 dós Rougié confit de canard
• Salatblanda frá Hollt og gott (með klettasalati, baby leaf ofl.)
• 4 dl edamame baunir frá Gestus, frosnar
• Salt og pipar
• 4 smágúrkur
• 4-6 vorlaukar
• 1 granatepli
• 2 dl salatostur (fetaostur)
• 2 dl wasabi hnetur
• Kóríander eftir smekk
Sósa:
• 100 ml hoisin sósa frá Blue dragon
• 4 msk sesamolía frá Blue dragon
• 4 msk ólífuolía
Leiðbeiningar
Aðferð
Bakið andaconfit eftir leiðbeiningum á dós og rífið það með tveimur göfflum.
Steikið edamame baunir og kryddið með salti og pipar.
Skerið gúrkur og vorlauk smátt.
Skerið fræin úr granateplinu og skolið.
Smátt skerið eða stappið salatostinn og saxið wasabi hnetur.
Blandið hráefnunum í sósuna saman í skál.
Dreifið salatblöndu í botninn á stórri skál eða á diska.
Því næst dreifið þið edamame baunum, gúrku, andaconfit, vorlauk, fræjum úr granateplum, salatosti, wasabi hnetum og kóríander.
Að lokum dreifið þið sósunni yfir eftir smekk og berið salatið fram með restinni af henni. Njótið vel.

andar confit de ...
1.25 kg. - 4.599 kr. Stk.

Hollt og gott s ...
100 gr. - 399 kr. Stk.

Gestus edamame ...
300 gr. - 399 kr. Stk.

Smáar agúrkur
200 gr. - 399 kr. Stk.

Vorlaukur í pakka
1 stk. - 299 kr. Stk.

epli granate
330 gr. - 389 kr. Stk.

Arna salatostur ...
230 gr. - 717 kr. Stk.

Til hamingju wa ...
140 gr. - 299 kr. Stk.

Vaxa kóríander
20 gr. - 439 kr. Stk.

Blue Dragon hoi ...
200 ml. - 399 kr. Stk.

Blue Dragon ses ...
150 ml. - 999 kr. Stk.

First Price jóm ...
500 ml. - 819 kr. Stk.

Saltverk flögusalt
250 gr. - 340 kr. Stk.

Prima svört pip ...
40 gr. - 479 kr. Stk.
Samtals: