
fyrir
4
28
Undirbúa
20 mín.
Eldunartími
Innihald:
2 pokar Garlic and Thyme Oumph!
2-3 litlir skallot laukar
2 hvítlauksgeirar
1 tsk rósmarín
Salt og pipar eftir smekk
1 dl valhnetur
1 bolli niður saxað grænkál
1/2 dl (25 gr) þurrkuð trönuber (má sleppa)
250 ml hafrarjómi
1 tsk gróft sinnep
1 sveppateningur
1 rúlla smjördeig
3 portobello sveppir
Leiðbeiningar
Aðferð
Saxið niður skallotlaukana og pressið hvítlaukinn. Leyfið oumphinu að þiðna aðeins og saxið það síðan gróflega. Steikið laukinn, hvítlaukinn og oumphið í nokkrar mínútur upp úr smá ólífuolíu.
Saxið gróflega grænkálið og valhnetur og bætið út á pönnuna ásamt, salti, pipar, rósmaríni og trönuberjunum. Steikið í nokkrar mínútur í viðbót eða þar til grænkálið er orðið vel mjúkt.
Bætið hafrarjómanum, sinnepi og sveppatening út í, steikið saman svo sveppatningurinn leysist upp og allt er komið vel saman.
Leyfið fyllingunni að kólna alveg áður en henni er pakkað inn í smjördeigið
Rúllið út smjördeiginu og setjið sirka helminginn af fyllingunni í lengju á mitt deigið. Takið stilkana af sveppunum og leggið í röð ofan á fyllinguna. Setjið restina af fyllingunni yfir og pressið hana þétt upp að sveppunum svo þetta verði fallega “slétt” lengja. Það er best að nota hendurnar bara til að móta þetta til.
Oumph! Herbs & ...
280 gr. - 3854 kr. / kg - 1.079 kr. stk.
Hvítlaukur
200 gr. - 945 kr. / kg - 189 kr. stk.
Skalottlaukur
400 gr. - 998 kr. / kg - 399 kr. stk.
Rósmarin Fersk
1 stk. - 619 kr. / stk - 619 kr. stk.
Til Hamingju Va ...
90 gr. - 2189 kr. / kg - 197 kr. stk.
Gestus Grænkál
450 gr. - 509 kr. / kg - 229 kr. stk.
Til Hamingju Tr ...
150 gr. - 2660 kr. / kg - 399 kr. stk.
Oatly Imat Vis ...
250 ml. - 1424 kr. / ltr - 356 kr. stk.
Maille Old Styl ...
210 gr. - 2443 kr. / kg - 513 kr. stk.
Pastella Smjördeig
275 gr. - 1633 kr. / kg - 449 kr. stk.
Belorta Sveppir ...
250 gr. - 2716 kr. / kg - 679 kr. stk.
Til að skoða vörur í Snjallverslun
25 mín.
Samtals:
45 mín.
Það má alveg loka deiginu á einfaldan hátt með því að rúlla því yfir fyllinguna í hring svo sárið endi undir steikinni. VIð hins vegar ákváðum að gera fallega fléttu í deigið en þá er einfaldlega skorið ræmur sitthvoru megin við steikina upp á móti hvorri hliðinni og þær síðan fléttaðar yfir hvor aðra.
Hitið í ofni á 200 gráður í 25 min. Gott að fylgjast með, þegar steikin er orðin eilítið brúnleit er hún tilbúin.