Sítrónukjúklingur

fyrir

4

Uppáhalds

Eldunartími

60 mín.

Undirbúa

10 mín.

Samtals:

70 mín.

Sítrónukjúklingur

Innihald:

Kjúklingur og marinering

5 kjúklingalæri

2 stk. Sítrónur - safi og börkur

1 msk. Oregano

5 geirar hvítlaukur smátt skorinn

Hrísgrjón

1 stk. Laukur

1 bolli hrísgrjón

1 msk. Kjúklingakraftur

1 msk. Oregano

Smá ólífuolía

Salt og pipar

Ofan á

Steinselja

Sítróna

Leiðbeiningar

Að hætti Bragðheima

Í þessa uppskrift er gott að nota djúpan steypujárnspott með loki. Það er þó einnig hægt að nota pönnu sem má fara inn í ofn og álpappír.

1

Setjið kjúkling, sítrónusafa, sítrónubörk, oregano og hvítlauk í poka eða skál og látið marinerast í ísskáp í að minnsta kosti 20 mínútur en helst yfir nótt.

2

Stillið ofninn á 180°C undir og yfir hita.

3

Takið kjúklinginn úr marineringunni og geymið marineringuna.

4

Setjið um hálfa matskeið af ólífuolíu í pottinn eða pönnuna á miðlungshita. Steikið kjúklingin á pönnunni í um 3 mínútur á hvorri hlið eða þar til kjúklingurinn er gylltur og girnilegur. Setjið þá kjúklinginn á disk og geymið.

5

Þurrkið fituna af pottinum með eldhúspappír eða viskastykki.

6

Blandið kjúklingakrafti og vatni í lítinn pott og hitið, 375 ml vatn og um 1 msk. kraftur.

7

Saxið laukinn og steikið upp úr smá ólífuolíu á miðlungshita í sama potti þar til hann er mjúkur.

8

Setjið svo restina af innihaldsefnunum fyrir hrísgrjónin: hrísgrjón, kjúklingasoð, oregano, marineringuna, salt og pipar.

9

Náið upp suðu og látið malla í um 30 sekúndur.

10

Raðið þá kjúklingum ofan á grjónin og setjið lok eða álpappír yfir pottinn.

11

Setjið pottinn í ofninn í 35 mínútur. Takið þá lokið af pottinum og látið aftur í ofninn í 10 mínútur.

12

Á meðan skerið þið sítrónur í þunnar sneiðar og steikið á pönnu.

13

Leyfið kjúklingum að hvíla í 5-10 mínútur. Skreytið með steinselju og steiktum sítrónum.

Vörur í uppskrift
1
Ódýrt kjúklinga ...

Ódýrt kjúklinga ...

ca. 950 gr. - 1.449 kr. / kg. - 1.377 kr. Stk.

3
sítrónur

sítrónur

130 gr.  - 55 kr. Stk.

1
Prima oregano

Prima oregano

6 gr.  - 220 kr. Stk.

1
Hvítlaukur

Hvítlaukur

200 gr.  - 179 kr. Stk.

1
Laukur

Laukur

ca. 167 gr. - 239 kr. / kg. - 40 kr. Stk.

1
First Price hrí ...

First Price hrí ...

500 gr.  - 150 kr. Stk.

1
First Price kjú ...

First Price kjú ...

120 gr.  - 130 kr. Stk.

1
VAXA steinselja

VAXA steinselja

20 gr.  - 459 kr. Stk.

Líklega til heima
1
Jamie Oliver sa ...

Jamie Oliver sa ...

350 gr.  - 999 kr. Stk.

1
Prima svartur p ...

Prima svartur p ...

35 gr.  - 360 kr. Stk.

1
Filippo Berio e ...

Hætt

Filippo Berio e ...

750 ml.  - 1.649 kr. Stk.

Vörur

()

Samtals:

2.610 kr.
Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur