Heilgrilluð nautalund með bakaðri kartöflu og sígildri bernaise-sósu

fyrir

8

Uppáhalds

Eldunartími

120 mín.

Undirbúa

20 mín.

Samtals:

140 mín.

Heilgrilluð nautalund með bakaðri kartöflu og sígildri bernaise-sósu

Innihald:

1 heil nautalund, um 1,5 kg

nýmalaður svartur pipar, magn eftir smekk

sjávarsalt, malað, magn eftir smekk

4 bökunarkartöflur

4 eggjarauður

400 g smjör

1 msk. nautakraftur í dós

2 msk. bernaise-essence

2 tsk. þurrkað estragon

salt og pipar

Leiðbeiningar

Í samstarfi við Gestgjafann. Uppskrift: Kolfinna Kristínardóttir. Mynd: Gunnar Bjarki

Nautalundin

1

Leyfið lundinni að ná stofuhita.

2

Skolið hana og þerrið vel með eldhúspappír.

3

Snyrtið lundina, skerið sinina í burtu ef það hefur ekki verið gert.

4

Piprið kjötið með nýmöluðum svörtum pipar.

5

Brjótið mjórri endann á lundinni upp þannig að hún verði jafnþykk á að líta.

6

Vefjið henni þétt í plastfilmu; það þarf nokkur lög af henni svo það leki ekkert í gegn af kjötsafa.

7

Hitið ofninn í 60°C og bakið lundina í ofninum í 2 klst. Óþarfi er að nota kjöthitamæli þar sem kjötið mun ekki ná hærri hita en 60°C.

8

Hitið grillið í 250°C.

9

Takið lundina úr plastinu og saltið vel með sjávarsalti.

10

Heilgrillið lundina á grillinu yfir beinum hita þar til hún hefur brúnast vel.

11

Takið hana af grillinu og leyfið að hvíla í 10 mín.

12

Skerið í sneiðar og njótið með bökuðum kartöflum, bernaise-sósu og jafnvel fersku salati.

Bakaðar kartöflur

1

Hitið ofninn í 200°C.

2

Stingið gat á kartöflurnar á nokkrum stöðum með gaffli og setjið þær í eldfast mót.

3

Bakið kartöflurnar í 1 klst.

4

Þær eru tilbúnar þegar hægt er að stinga beittum hníf í þær án mótstöðu.

5

Bakið lengur ef þær eru mjög stórar.

Bernaise-sósa

1

Bræðið smjörið á vægum hita.

2

Um leið og smjörið er bráðið hrærið þá nautakraftinn saman við og takið af hitanum.

3

Setjið vatn í lítinn pott og setjið eggjarauð- urnar í hitaþolna skál.

4

Hitið vatnið að suðu og lækkið þá strax niður.

5

Setjið skálina með eggjarauðunum yfir og þeytið rauðurnar með handþeytara.

6

Þeytið þar til eggjarauðurnar eru orðnar léttar í sér og ljósar að lit.

7

Takið þá pottinn af hellunni.

8

Setjið brætt smjörið í mælikönnu og hellið út í rauðurnar í mjórri bunu.

9

Hrærið með þeytaranum á meðan þar til smjörið klárast úr könnunni. Þetta tekur um 5 mín.

10

Bætið að lokum bernaise-essence og estragoni saman við og smakkið til með salti og pipar. Auðvelt er að hita sósuna upp aftur með því að velgja hana yfir vatnsbaði.

11

Öllu hrært saman í skál og sett til hliðar.

Vörur í uppskrift
1
Nesbú hamingjuegg

Nesbú hamingjuegg

408 gr.  - 439 kr. Stk.

1
Smjör

Smjör

500 gr.  - 766 kr. Stk.

1
Prima estragon

Prima estragon

8 gr.  - 336 kr. Stk.

1
Kjötborð Ungnau ...

Kjötborð Ungnau ...

ca. 1550 gr. - 7.999 kr. / kg. - 12.398 kr. Stk.

1
Oscar fljótandi ...

Oscar fljótandi ...

200 ml.  - 470 kr. Stk.

1
Beauvais bernai ...

Beauvais bernai ...

60 ml.  - 590 kr. Stk.

4
bökunarkartöflur

bökunarkartöflur

300 gr.  - 91 kr. Stk.

Líklega til heima
1
Jamie Oliver sv ...

Jamie Oliver sv ...

180 gr.  - 999 kr. Stk.

1
Jamie Oliver sa ...

Jamie Oliver sa ...

350 gr.  - 999 kr. Stk.

Vörur

()

Samtals:

15.090 kr.