fyrir
4
Eldunartími
30 mín.
Undirbúa
60 mín.
Samtals:
90 mín.
Innihald:
Linsubaunaréttur
1 laukur
1 msk smjör
4 hvítlauksrif
2 cm engifer
1 ½ tsk paprikukrydd
1 tsk cumin krydd
1 tsk túrmerik
¼ tsk cayenne pipar
1 tsk salt
¼ tsk svartur pipar
300 g linsubaunir
2 dósir (800 g) niðursoðnir hakkaðir tómatar
1 liter vatn
2 dósir (800 ml) kókosmjólk
2 kjúklingateningar (eða grænmetisteningar)
Safi úr ½ – 1 lime
Hreint grískt jógúrt
Naan brauð
150 ml vatn
2 tsk þurrger
2 tsk sykur
50 g smjör
330 g gróft hveiti
1/2 tsk salt
50 ml (1/2 dl) hrein AB-mjólk
150 g rifinn mozzarella (má sleppa)
Garam masala
Sjávar salt
Leiðbeiningar
Linsubaunaréttur
Skerið laukinn og steikið upp úr smjöri í stórum potti, helst steypujárnspotti ef þið eigið hann til.
Rífið hvítlauksrifin og engiferið út á og steikið með.
Setjið kryddin út á pottinn og hrærið.
Setjið hökkuðu tómatana út á pottinn.
Skolið linsubaunirnar og bætið út á pottinn, hrærið öllu vel saman.
Bætið vatninu, kókosmjólkinni og kjúklingateningunum út á, leyfið öllu að malla saman við vægan hita í u.þ.b. 30 mín eða þar til linsubaunirnar eru orðnar mjúkar og góðar og rétturinn þykknað hæfilega.
Berið fram með hreinu jógúrti, lime og naan brauði.
Naan brauð
Blandið þurrgeri og sykri út í vatnið.
Bræðið smjörið og leyfið því að kólna örlítið.
Setjið hveiti í skál og blandið saman við gervatninu, saltinu, ab-mjólkinni og brædda smjörinu. Hnoðið deiginu saman.
Leyfið deiginu að hefast í 30-60 mín.
Skiptið deiginu og rifna ostinum í 6 hluta, ef þið viljið bæta við osti þá hnoðið þið rifna ostinum inn í hvern hluta af deigi og fletjið svo hlutana út.
Kryddið deigið með garam masala og sjávar salti.
Steikið deigið á pönnu upp úr 1 msk af smjöri á hvorri hlið.
Berið brauðið fram heitt.
Laukur
ca. 167 gr. - 198 kr. / kg - 33 kr.
MS smjör 250gr
250 gr. - 1760 kr. / kg - 440 kr.
Hvítlaukur
200 gr. - 945 kr. / kg - 189 kr.
Engiferrót
ca. 300 gr. - 860 kr. / kg - 258 kr.
Prima möluð paprika
50 gr. - 6400 kr. / kg - 320 kr.
Prima cumin malað
50 gr. - 5980 kr. / kg - 299 kr.
Prima túrmerik
40 gr. - 8050 kr. / kg - 322 kr.
Prima cayennepipar
35 gr. - 10714 kr. / kg - 375 kr.
Grön Balance li ...
400 gr. - 998 kr. / kg - 399 kr.
Gestus tómatar ...
400 gr. - 573 kr. / kg - 229 kr.
Grön Balance kó ...
400 ml. - 748 kr. / ltr - 299 kr.
Kallo kjúklinga ...
66 gr. - 6955 kr. / kg - 459 kr.
Lime
65 gr. - 800 kr. / kg - 52 kr.
Gott í matinn g ...
350 gr. - 1331 kr. / kg - 466 kr.
Gestus þurrger
1 stk. - 50 kr. / stk - 50 kr.
Grön Balance hveiti
1 kg. - 299 kr. / kg - 299 kr.
MS ab mjólk
1 ltr. - 485 kr. / ltr - 485 kr.
Pottagaldrar ga ...
1 stk. - 575 kr. / stk - 575 kr.
Saltverk flögusalt
250 gr. - 1592 kr. / kg - 398 kr.
Prima svartur p ...
35 gr. - 10286 kr. / kg - 360 kr.
Samtals: