
fyrir
4
Eldunartími
15 mín.
Undirbúa
10 mín.
Samtals:
25 mín.
Innihald:
4 msk ólífuolía
1 stór gulrót
4-5 cm af blaðlauk
1 rauð papríka
2 hvítlauksgeirar
1 cm ferskt engifer
1 pakki tófú
Tófú marinering
1/2 dl soyasósa
4 msk ólífuolía
1 tsk hlynsíróp
1 tsk chilli mauk (sambal oelek frá Taste of Asia)
1/2 tsk pressaður hvítlaukur
1 krukka rautt karrýmauk frá Taste of Asia
1 tsk chillimauk (sambal oelek frá Taste of Asia) má sleppa
2 msk hlynsíróp
salt og pipar eftir smekk
2 dósir kókosmjólk
2 lítrar vatn
2 grænmetisteningar
1/2 pakki somen núðlur frá Taste of Asia
Límóna og ferskur kóríander til að bera fram með súpunni
Leiðbeiningar
Aðferð
Byrjið á því að þerra og skera niður tófúið. Blandið öllum hráefnum fyrir marineringuna saman í skál og setjið teningana út í. Veltið vel upp úr marineringunni og setjið til hliðar
Skerið niður allt grænmeti, rífið engifer og pressið hvítlaukinn.
Steikið grænmetið upp úr ólífuolíunni í stórum potti þar til það mýkist vel.
Bætið rauða karrýmaukinu út í pottinn ásamt 1/2 dl af vatni og steikið áfram í nokkrar mínútur.
Bætið kókosmjólkinni út í pottinn ásamt vatninu, grænmetiskraftinum, hlynsírópi og chillimaukinu.
Leyfið suðunni að koma upp við vægan meðalhita og hrærið í af og til á meðan.
Á meðan súpan sýður er gott að nota tíman til að steikja tófúið. Hitið pönnu, hellið tófúinu ásamt mareneringunni út á pönnuna og steikið á háum hita þar til það verður fallega gyllt á öllum hliðum.
Þegar suðan er komin upp á súpunni er gott að smakka hana til og bæta við salti, pipar og grænmetiskraft ef ykkur finnst þurfa. Leyfið súpunni að sjóða í 15 mínútur.
Bætið núðlunum út í og leyfið súpunni að sjóða í 3 mínútur í viðbót. Slökkvið undir og bætið tófúinu út í pottinn.
Berið fram með límónusneið og ferskum kóríander fyrir þá sem vilja. Einnig er gott að hafa með baunaspírur og muldar salthnetur en það þarf ekki.

Fljótshóla gulrætur
600 gr. - 639 kr. Stk.

Blaðlaukur
1 stk. - 169 kr. Stk.

paprika rauð
220 gr. - 154 kr. Stk.

Hvítlaukur
200 gr. - 169 kr. Stk.

Kikkoman sojasósa
150 ml. - 489 kr. Stk.

Engiferrót
ca. 300 gr. - 1.099 kr. / kg. - 330 kr. Stk.

firm tofu
450 gr. - 360 kr. Stk.

Filippo Berio ó ...
750 ml. - 1.399 kr. Stk.

Grön Balance hl ...
250 ml. - 799 kr. Stk.

Spicefield raut ...
110 gr. - 379 kr. Stk.

Spicefield samb ...
240 gr. - 469 kr. Stk.

Grön Balance kó ...
400 ml. - 369 kr. Stk.

lime
70 gr. - 49 kr. Stk.

Búið í bili
Kallo grænmetis ...
1 stk. - 469 kr. Stk.

Spicefield some ...
300 gr. - 465 kr. Stk.

Kóríander ferskur
1 stk. - 368 kr. Stk.
Samtals: