fyrir
2
Eldunartími
20 mín.
Undirbúa
30 mín.
Samtals:
50 mín.
Innihald:
Unnið í samstarfi við Veganistur.
Grillað pönnubrauð með vegan fetaostasósu og grænmeti:
5 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
6 msk ólífuolía (plús meira til að pennsla yfir)
2-3 dl vatn (byrjið á 2 dl og bætið við ef ykkur finnst þurfa)
Fetaostasósa
Grænmeti eftir smekk
Vegan grænt pestó til að toppa með (má sleppa en er svakalega gott)
Salt og pipar
Einföld vegan fetaostasósa:
1 stykki vegan fetaostur frá Violife (greek white heitir hann)
1 dós vegan sýrður rjómi (ég notaði Oatly imat fraiche 200ml)
ca 2 tsk rifinn sítrónubörkur og 1 tsk safi frá sítrónunni.
2 msk ólífuolía
Salt og pipar
Grillað grænmeti:
Grænmeti eftir smekk, t.d. vorlaukur, rauðlauk, rauða og gula papriku, sveppi og kúrbít.
Olía og krydd eftir smekk, t.d. olía, salt og pipar en það er hægt að krydda með öllu því sem mann lystir.
Leiðbeiningar
Pönnubrauð
Blandið saman hráefnunum.
Bætið olíunni og vatninu út í og hnoðið létt.
Skerið í 6 bita og mótið kúlur. Leyfið þeim að standa undir viskastykki í 10 mínútur.
Fletjið út, penslið með ólífuolíu og grillið þar til hvor hlið fyrir sig fær gylltan lit. Það fer eftir grilli og hversu heitt það er en það ætti ekki að taka margar mínútur að grilla hvora hlið fyrir sig.
Setjið undir viskastykki þar til þið berið fram.
Smyrjið á brauðið fetaostasósunni, skerið grænmetið niður og raðið yfir og toppið með grænu pestói, ólífuolíu, salti og pipar.
Vegan fetaostasósa
Stappið fetaostinn með gaffli og setjið í skál.
Bætið restinni af hráefnunum í skálina og hrærið saman.
Smakkið til og bætið við sítrónu, salti og pipar eftir smekk.
Grillað grænmeti:
Skerið grænmetið niður eins og ykkur finnst best.
Grillið þar til ykkur finnst það orðið tilbúið. Athugið að það er oft mismunandi hversu langan tíma grænmetið þarf. Vorlaukurinn þarf bara örfáar mínútur og kúrbítssneiðarnar þurfa ekki langan tíma heldur. Rauðlaukurinn þarf lengri tíma svo hann sé ekki hrár að innan. Gott að fylgjast með og passa að ekkert brenni.
Þetta er mismunandi eftir grillum svo það er erfitt að segja nákvæmlega.
Sítrónur ómeðhö ...
350 gr. - 349 kr. Stk.
kúrbítur
350 gr. - 159 kr. Stk.
Rauðlaukur
ca. 160 gr. - 250 kr. / kg. - 40 kr. Stk.
Vorlaukur í pakka
1 stk. - 298 kr. Stk.
Flúða sveppir í boxi
250 gr. - 486 kr. Stk.
paprika rauð
230 gr. - 159 kr. Stk.
paprika græn
230 gr. - 138 kr. Stk.
Violife grískur ...
200 gr. - 442 kr. Stk.
First Price hveiti
2 kg. - 280 kr. Stk.
Gestus lyftiduft
225 gr. - 299 kr. Stk.
Grön Balance ól ...
500 ml. - 1.599 kr. Stk.
Maldon sjávarsalt
250 gr. - 465 kr. Stk.
Prima svartur p ...
35 gr. - 360 kr. Stk.
Samtals: