
fyrir
4
Eldunartími
10 mín.
Undirbúa
10 mín.
Samtals:
20 mín.
Innihald:
1 kg Þorskhnakkar
1 stk. Salsa sósa
1 pk. Taco skeljar
1 pk. Taco krydd
Valfrjálst:
Rauðkál, hrátt (má sleppa)
Sítrónusafi (má sleppa)
Kirsjuberjatómatar (má sleppa)
Avocado (má sleppa)
Mangó (má sleppa)
Jalapeno (má sleppa)
Vorlaukur (má sleppa)
Leiðbeiningar
Aðferð
Kryddið fiskinn með taco kryddi (eftir smekk), cumin, salti og pipar.
Hitið olíu á pönnu við miðlungsháan hita og steikið fiskinn í 4 mínútur á hvorri hlið, setjið lok yfir og lækkið hitann, látið malla þar til fiskurinn er tilbúinn.
Hitið taco skeljar eða soft taco samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Fyllið taco skeljarnar með fersku salati, rauðkáli, avocadó, salsa, fisk og setjið sósu yfir og njótið.
Valfrjálst:
Sneiðið rauðkál í mjög þunnar ræmur og skerið kirsjuberjatómata smátt. Kreistið safa úr einni sítrónu og kryddið lítillega með smá salti, pipar, cumin og taco kryddi.
Skerið avocado og mangó í litla bita, saxið vorlauk og jalapeno og hrærið saman við, kreistið smá sítrónusafa yfir.

Fiskverzlun Haf ...
ca. 900 gr. - 3.598 kr. / kg. - 3.238 kr. Stk.

Banderos taco s ...
230 gr. - 259 kr. Stk.

Banderos tex me ...
135 gr. - 396 kr. Stk.

Kryddhúsið mexí ...
1 stk. - 589 kr. Stk.
Samtals: